Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 59
Skirnir]
Latinuskólinn 1872—78.
53
Hann skoðaði leikfimina sem helstu »vísindagrein« skól-
ans, og lagði mikla alvöru í kensluna. Hann var harður og
kleip i eyrun á manni, þegar honum líkaði ekki. Ef hon-
um þótti sjer misboðið, fór hann i rektor og heimtaði, að
pilturinn fengi »mínus«, en enginn vissi, og hann víst ekki
sjálfur, hvað þetta orð þýddi. Rektor má eiga það, að hann
tók aldrei kærur hans alvarlega, svo að jeg viti til. Ann-
ars var Steenberg ekkert illa liðinn, visurnar hans Krist-
jáns, þótt gamansamar sjeu, sýna það. Leikfimistólin voru
nokkuð fornfáleg, hestur er stokkið var yfir, hlaup og stökk
og æfíngar í þverslá, svo var og lært á trjebyssur og
sverðalög og höfðu menn þá brynjur og hjálma. Því miður
var einsog sumum piltum væri ílla við leikfimi og reyndu
að komast hjá henni; þetta var misskilníngur þeirra, því
nð leikfimin er góð hreifíng á taugum og vöðvum innan-
um allar kyrrseturnar. Sá sem ritar þetta er í leikfimis-
stundum enn þann dag í dag og telur þá list betri öllum
læknislyfjum. Hana ættu sem flestir að rækja. Steenberg
fluttist til Hafnar og dó þar. Jeg kom einu sinni til hans»
og var hann þá einsog annar maður.
Jeg verð loks að geta eins manns í skömmu málí,
Jóns Árnasonar umsjónarmanns. Það var mikið orð á því
gert, hve mjög hann átti samræður við skólapilta á eftir
bænum í svefnloftunum, Ijet þá segja sjer sögur og sagði
þeim aftur aðrar. Hvort þetta hefur verið svo títt í minni
tíð, veit jeg ekki; jeg svaf aldrei i skólanum. Það var
annars ekkert sældarbrauð að sofa í loftunum, þegar vet-
ur var harður, alt fraus í vatnsfötunum og heljarkuldinn á
mornana. Jón Árnason mun hafa verið vel látinn yfir höf-
uð. Jeg hafði lítið við hann saman að sælda, en hann var
eitt sinn óþarflega hvepsinn við mig; það beit sig í mig;
jeg unni honum ekki upp frá því, og það var orsökin til
þess, að mitt nafn stóð ekki undir því ávarpi, er hann
fjekk frá Hafnarstúdentum árið 1881, þegar hann hvarf frá
stöðu sinni. Hann (og Jón rektor) fóru oft á kreik á eftir-
miðdögum og kveldum á gánginn til þess að gá að, hvort
alt færi með feldu í bekkjunum. Um Jón gekk sú saga, að