Skírnir - 01.01.1931, Side 61
Skirnir]
Latinuskólinn 1872—78.
55
hægt Og miklu hægara nú en áður. Sleppa má mörgu, sem
áður var kent, t. d. rómversku keisararöðinni niður allar
aldir, kenna meira af mentasögu heimsins o. s. frv. Allri
guðfræðiskenslu á að sleppa. Það er nóg með það sem
aienn hafa lært til fermíngar, og meir en nóg. Það sem
vita þarf um jafnlitla og að öllu samtöldu lítt merka þjóð
sem Gyðínga heyrir undir almennu veraldarsöguna. Um
alt þetta mætti lángt mál mæla, en jeg læt mjer nægja
með þennan litla útúrdúr.
Einsog kenslan á að vera óskift, eins á skólinn að
vera sameigið heimili sem flestra, hvernig sem því nú
yrði hagað (sbr. skóla sem Sóreyjarskóla á Sjálandi). Gömlu
heimavistirnar voru undirstaða alls fjelagsskapar, og skal
nú nokkuð frá honum sagt.
í leyfunum, einkum páskaleyfinu, voru oft haldnir smá-
ieikir, málsháttaleikir og þess konar og var einstöku pilt-
um sjerstaklega lagið að leika þá og stjórna þeim. En líka
voru virkilegir sjónleikar leiknir og þurfti til þeirra all-
mikinn undirbúníng, þýða útlenda leiki (t. d. Holbergs),
velja þá sem bestir voru, halda æfíngar o. s. frv. í þeirri
list komst jeg aldrei hærra en að vera hvíslari; til þess
hafði jeg hæfileika. Meðal pilta voru margir ágætisleik-
mar; öllum sem muna svo lángt aftur er Morten Hansen
efalaust minnistæðastur. Hann ljek þjónahlutverk, t. d. Hin-
riks i Könnusteyparanum. Það er ógleymanlegt, hvernig
hann hentist inn á leiksviðið með kökubitann í hendir.ni
eða þegar hann skammaði »ýsukellingarnar« út um glugg-
snn o. fl. Jeg hef ekki þetta sjeð betur gert á konúnglega
leikhúsinu hjer í Höfn — að mjer finst. Þetta var góð og
saklaus skemtun, og ekki aðeins piltum sjálfum, heldur og
bæjarbúum, sem fengu kost á aðgángi, en þeir voru ekki
íáir, þótt rúmið væri ekki mikið, en Reykjavík var þá vist
tmpar 2000 sálir.
Til kvöldmatar var ætluð ein stund (7—8), en þurfti
ekki nema hálfa. Hinn helmíngurinn var notaður til skemt-
nna, 2 kvöld til söngæfínga (hljómbyrðíngurinn var í 3.
bekk A), 2 til dans og 2 til glímu. Söngur var mjer fyrir-