Skírnir - 01.01.1931, Side 63
Skírnir]
Latínuskólinn 1872—78.
57
þessu er til enn í söfnum, er mjer ókunnugt um. í þessu
íjelagi var auðvitað stjórn og urðu þá stundum æsíngar
miklar út af kosníngum. Jeg man nú ekki vel deili á þessu
öllu, enda er það ekki nú merkilegt til frásagnar. En í svo
hart komst að lokum, að fjelagið klofnaði, og mynduðust
tvö. Þaðan af gerðist úlfúð þó nokkur með mönnum, og
eimdi eftir af því lengi síðan meðal stúdenta í Höfn. Það
voru lyndismótsetningar, sem þar komu í ljós. Sigurður
Stefánsson, siðar alkunnur alþingismaður, prestur í Vigur,
var höfðíngi annars vegar, og fylgdi jeg þeim flokki eftir
föngum. Hinu megin voru Hannes Hafstein, Einar Hjör-
leifsson og fleiri. Jeg hirði ekki að fara frekar út í þetta.
Eitt er mjer óhætt að segja, að þess konar deilur og óeirðir
eru alls ekki óhollar. Menn berjast fyrir skoðunum, þótt
úngæðislegar kunni að þykja. Þær skerpa skilníng og eru
ookkurs konar lífsreynsla. Flokkadrættir eru óhjákvæmi-
legir þar sem margir og úngir menn eru saman komnir.
Æskuólgan svellur — en lángt er frá henni og til upp-
reistar og óknytta.
Pólitík var aldrei á mjög háu stigi, og um hana gat
aðeins verið að ræða á mínum fyrstu árum fyrir 1874.
1871—73 voru miklar æsíngar í Reykjavík, landshöfðíngja-
hneykslið m. m., sem lesa má um í blöðunum, ekki sist
Gönguhrólfi Jóns Ólafssonar, hann var einn af forsprökk-
unum og svo nokkrir kandídatar (eða stúdentar), svo sem
Lárus Haldórsson frá Hofi (síðar fríkirkjuprestur); hann var
einna lángæstastur. Jón var dæmdur i háa fjársekt, sem
hann auðvitað gat ekki borgað, og var þá leitað samskota,
lika meðal skólapilta. Átti að skrifa á blað nafn gefanda
°g upphæð. Gaf hver eftir föngum og vilja. Jeg átti eitt
>nark til i eigu minni, jeg ljet það, en kom mjer ekki að
þvi að setja nafn mitt við svo lítið og skrifaði: »voluntas,
non facultas dandi« (vilji til að gefa en ekki efni). Þetta
var eiginlega öll sú pólitik, sem gerði vart við sig í minni
tið. Eftir stjórnarskrána varð hlje á baráttunni.
Jeg vil nú að síðustu minnast sambekkínga minna lítil-
tega; þeir eru nú allir komnir undir græna torfu, og má