Skírnir - 01.01.1931, Page 64
Latínuskólinn 1872—78.
[Skirnir
58
segja, að þeir hafi ekki enst eins vel og við hefði mátt ’bú'
ast. Jeg gæti líka minst margra skólabræðra minna, en það
mundi verða of lángt tnál.
Jeg vil telja þá fyrst, sem fylgdust að um allan skól-
ann, bekk úr bekk og í stafrófsröð.
Árni Þorsteinsson (síðast prestur á Kálfatjörn) var fjör-
maður og kátur ætíð; hann var elstur okkar að áratali,
einn af þeim þá mörgu, sem gáfu sig nokkuð seint að
námi. Hann var enginn sjerlegur gáfumaður, en iðinn og
ástundunarsamur. Við lásum oft saman undir próf og þá
heima hjá honum eða mæðgunum, móður hans og systur,
voru þær báðar ágætiskonur.
Ásgeir Blöndal (síðar læknir) sór sig í ætt Blöndal-
anna, fríður maður, söngmaður og kraftamaður, prýðilega
gáfaður, ætíð laginn til alls gleðskapar; hann Ijek í skóla-
leikjum, t. d. í Þjóðviljanum Matthíasar, og sópaði þar að
honum, raustin sterk. Tryggur var hann í lund, einsog jeg
reyndi, er við hittumst mörgum árum síðar í Höfn. Hann
hafði erfið læknishjeröð, ferðirnar þar fóru með hann, og
hann misti krafta og fjör of snemma. Hann var glæsi-
menni, meðan hann var í fullu fjöri.
Eirikur Gislason (síðast prestur á Stað i Hrútafirði)
var sinnugur vel en nokkuð seinn, glaðsinna en nokkuð
þúngur þó og þjettur fyrir. Það sem hann lærði, þvi hjelt
hann. Þegar við lásum undir burtfararpróf, reyndist svo, að
hann kunni hvert eitt einasta ártal í sögunni, hvar sem á
var leitað. Hann var »óágatrekanlegur«. Hann var hár og
þrekinn, rjóður i andliti og vel á sig kominn.
Geir Tómásson Zoega (síðar rektor) var alinn upp af
föðurbróður sínum og nafna, »gamla Geir«, og fórst hon-
um við hann sem föður við einkason. Geir »litli« liktist
föðurbróður sínum ekki lítið, var smáfyndinn sem hann og
stiltur. Við vorum svo að segja daglega saman í 12 ár,
síðustu 5 árin við háskólann, við höfðum þar sama nám
og lásum mikið saman. Hann var síðprýðismaður, tók ekki
mikinn þátt í almennum málum eða deilum. Var mjög
sinnugur til lærdóms og kom oft með skarpar athuga-