Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 67
Skírnir]
Latínuskólinn 1872—78.
61
nafn hans og var náskyldur honum, stóð þá upp, nötrandi
af reiði, og hjelt dynjandi refsiræðu yfir Gísla, við urðum
alveg sem höggdofa og sátum með öndina í hálsinum.
Gísli gekk um gólf á meðan og steinþagði, heldur ekki
sagði hann eitt orð á eftir, hann fann, að hann hafði hlaup-
á sig. Annars varð það ætíð, að Gísli spurði, hvort
nokkur væri skyldur þeim eða þeim, sem hann ætlaði að
segja sögu af. Þessi atburður var báðum til sóma, bæði
Bjarna og Gísla.
Haldór Egilsson, sonur Egils bókbindara Jónssonar,
var einkennilegur piltur. Kom það til af þvi, að sálin var
ekki heilbrigð. Við lásum saman einn vetur og vissi jeg
þvi, hvað honum leið. Jeg vissi að hann kunni sínar lexíur,
en þegar til skila kom, var einsog alt stæði i honum, alt
væri gleymt. Kennararnir fóru heldur hraklega með hann,
þeir skildu ekki hans sálarfar. Hann komst aldrei alla leið.
Eftir að jeg kom til Hafnar skrifuðumst við altaf á, en oft
Eðu mánuðir eða missiri svo að jeg fjekk enga línu frá
honum, og vissi jeg þá, að köst voru á honum. En sið-
Prúðara mann og hreinna hjarta hef jeg ekki þekt. Svo dó
hann ungur. En sorglegt var það, að kennararnir engan
skilníng höfðu á sálarfari úngra manna. Vonandi að hann
sje betri nú.
Markús Ásmundarson (frá Odda, síðar lyfsali á Seyðis-
firði) var góður drengur, en fremur treggáfaður, enda hætti
hann við nám í miðjum klíðum og gerðist lyfnemi. Hann
iórst í snjóflóði á Seyðisfirði 1881 (?). Hann gat verið smá-
iyndinn, svo er oft um minni háttar gáfumenn.
Loks er Lárus Tómasson. Hann var ekki nema einn
vetur í skóla (í 1. bekk). Hann var heldur enginn náms-
maður, en hafði víst farsælar gáfur, og hann var síðar einn
hinum velmetnustu mönnum Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Hann var laglegur maður, fjörugur og glaður. Hann var
kallaður »stellaris« í skóla, því hann talaði oft um »stell-
urnar« (stjörnurnar) í Reykjavík, ekki af því að hann væri
neinn marglyndismaður, því að vandaðra og siðprúðari
ínann gat ekki. ___________