Skírnir - 01.01.1931, Page 70
64
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skirnir
Bakkaskipið var komið, og nokkru síðar hófust loka-
ferðirnar. Menn fóru sjálfir eða sendu „bevís“ á Bakkann;
allir fengu úrlausn. Að vísu var lítið lánað, en margir áttu
ofurlítið inni frá fyrra ári eða höfðu kaupeyri, svo að úr
bráðaþörfinni varð bætt.
Þar að auki fengu góðir viðskiftamenn peninga til að
borga með þinggjaldið, ef þeir óskuðu þess. Var það í
rauninni einskonar tryggdapantur, sem báðum kom vel,
því þá þótti það hin mesta hneisa að geta eigi greitt á
manntalsþinginu gjald sitt, og kaupmaðurinn vissi, að þing-
gjaldsupphæðin fór nokkuð eftir ullareign manna, sem gott
var að tryggja sér, hversu sem verð yrði.
Þegar vorönnum og skreiðarferðum var lokið, og búið
að rýja allt féð, þvo og þurka bæði vorull og haustull, þá
var farið að búa sig undir kaupstaðarferðina, eða eins og
almennt var kallað sunnanlands „að fara á Bakkann".
Eyrarbakki var nefndur aðeins »Bakkinn«.
Margir hlökkuðu mikið til þessarar ferðar, ekki ein-
ungis þeir, er fara áttu og ekki gátu sofið fyrir ferðahug,
heldur einnig allir heimilismenn, hinir eldri karlmenn hlökk-
uðu til að fá góðar matvörur, ýmsa gagnlega nauðsynja-
muni, sem ekki var hægt án að vera, ennfremur kaffi, tó-
bak og — já — og brennivín. Ojæja, Bakkabrennivinið var
gott, og inenn höfðu þá eins og nú löngun til að gleðja
sig og aðra; — þá voru aldrei haldnar danssamkomur um
túnasláttinn. Kvenfólk og unglingar hlökkuðu þó mest til,
og höfðu ýmislegt til marks um, hvað mikið og dýrmætt
það mundi fá úr kaupstaðnum, t. d. þvi meira sem ein-
hver fann af járnarusli við túnaávinnsluna á vorin, því
meira mundi hann fá úr kaupstaðnum það ár *)
í sveitunum var ullin þá aðalvaran, sem verzlað var
með í kaupstaðnum; auk þess áttu nokkrir einnig tólg og
1) Satt að segja veit ég nú ekki, hvort þetta hefir verið þjóð-
trú, eða að faðir minn hefir notað þessa sögu til þess að örfa okk-
ur krakkana og kvenfólkið til gaumgæfni við túnahreinsunina á
vorin, þvi að hann var mikill jarðræktarmaður, sem kunnugt er.