Skírnir - 01.01.1931, Page 71
'Skirnir] Kaupstaðarferðir 1880—90. 65
harðfisk, en prjónles eða slátursfé var aldrei kaupstaðar-
vara á Suðurlandi.
Nú var ullin þvegin og þur tekin til meðferðar og
greind í sundur, hið einlita frá hinu mislita og siðan tekið
það bezta úr vorullinni til heimavinnunnar. Hlaut það að
vera allmikið, jiar sem fjölmennt var á heimili, því þá var
allur klæðnaður heima gerður í sveitunum, auk ýmsra bús-
áhalda, er gerð voru úr ull, svo sem sængurklæði, pokar,
tjöld, hnappheldur, reipi o. fl. Það lakasta af ullinni var
notað í sperlið.
Það bar við að karlarnir klóruðu sér á bak við eyrað
og gæfu konunni sinni hornauga, þegar hún var að taka
frá vinnuullina og þeim þótti hún heldur drjúghent. En um
það þýddi ekkert að tala, það varð svo að vera.
Það af ullinni, er ekki þurfti til heimavinnunnar, átti
nú að fara með í kaupstaðinn. Var henni troðið i poka,
sem voru annaðhvort úr hæruvoð eða vaðmáli, oft ýmis-
lega langröndóttir, hvítir eða gráir, en ekki stærri en svo,
að í þá komst aðeins 50 pund af ull, ef fast var troðið,
-eða rúmlega kornhálftunna, og mátti þá binda fyrir opið.
Er uliin var látin í pokana var þess gætt, að láta fall-
egustu og hvítusíu lagðana á botninn og einkum í opið,
því það var helzt aðgætt, er »lagt var inn«. Ekki var bund-
ið fyrir ullarpokana, heldur var lagður leppur yfir opið, og
hrosshársflétta dregin á víxl í gegnum 6 eða 8 smáar horn-
hagldir — sylgjur —, er festar voru á pokabarmana, og
þannig reimað fyrir pokaopið.
Þeir, sem áttu tólg til að »leggja inn«, létu hana inn-
an um ullina í pokana, svo að hún skemmdist ekki af hita
eða molnaði á leiðinni.
Svo kom vinnufólk, sem kind átti, með sína ull í pausa,
og smalinn og unglingarnir með hagalagðana sína, sem ekki
voru miklir, þegar fé var í góðum holdum eftir veturinn
og fór vel úr ull.
Þá er búið var að Iáta alla ullina í pokana, var hún
vegin til þess að geta gert áætlun um, hvað fyrir hana
gæti fengizt. Sá sem fara skyldi í kaupstaðinn, hvort sem
5