Skírnir - 01.01.1931, Page 72
66
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skirnir
það var húsbóndinn eða annar, skrifaði hjá sér það sem
hver óskaði að fá úr kaupstaðnum, og sömuleiðis þær
þarfir heimilisins, er hugsanlegt var að fengist fyrir heiman-
vörurnar. Þeir, sem óskrifandi voru, lögðu þetta á minnið,.
sem þá var miklu trúrra en nú, síðan allt er skrifað, sem
muna þarf, og lesið, sem segja skal.
Siðan voru ullarpokarnir bundnir í bagga, annaðhvort .
hver poki einn sér eða tveir saman. Til hlífðar pokunum
var lagt rýrt skinn — silaskinnið ’) — utan á pokana undir
silann. Þá voru aðgætt ferðaáhöldin: reiðingar og reipi,
beizli og hnappheldur, og það lagfært, er ábóta var vant,
Á Suðurlandsundirlendinu var ekki þörf á að járna hross
til Bakkaferða, því þá var ekki eins járnafrekt og nú er,
sökum hinna hörðu vega.
Loks þurfti að berja í nestið góðan harðfisk, baka
kökur og pottbrauð, gera ost og sjóða fornkjöt, sem þá
var venjulega reykt, hangið1 2) kjöt svo feitt sem kostur
var á, og drepa nógu af nýju smjöri í kringlóttar hval-
skíðisöskjur, sem höfðu skrautlega útskorið trélok.
Nestinu ásamt sokkum og vettlingum var svo komið
fyrir í eltum skjóðum, sem látnar voru ofan í þverrönd-
óttan poka, malpokann. Var opið á miðju hans og hneppt
eða tengslað saman. Nestið þurfti að vera mjög ríflegt,
bæði vegna þess að óvíst var, hvað ferðin stæði lengi,
sökum veðurs og asar í kaupstaðnum, og svo af metnaði,
því að höfuðskömm þótti að verða matarlaus, og að biðja
aðra um mat á ferðalagi þótti þá hin mesta niðurlæging,
svo að segja hvernig sem á stóð. Þótti víst líkjast of mjög
snikjum. Það var meira að segja talin kurteisi, ef sár-solt-
inn maður, sem borinn var matur, sagði: »Þetta er nú
mesti óþarfi.« Þar á móti þótti það ekkert tiltökumál, þó
menn beiddu aðra að gefa sér tóbak eða brennivín.
1) Sumstaðar nefnt »silaskjáta«.
2) Hangið kjöt var ekki ávallt reykt, heldur vindþurkað, líkt
og fiskur í hjalli; og krofið full-þurrt, er það gat staðið á skœklum
upprétt, án þess að kikna, en styðja varð það, því það var valt á
völubeinunum.