Skírnir - 01.01.1931, Síða 73
Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
67
Þá er komið var í 10. viku sumars byrjaði hin eigin-
lega kauptíð '), og var þá lagt af stað i kaupstaðarferðina.
Mátti þá sjá mikla mannaferð um héruð Suðurlandsundir-
lendisins, bæði lausríðandi karla og konur, oft á skínandi
fögrum og fjörugum gæðingum, og langar baggahesta-
lestir, sem liktust mjög tilsýndar geysilöngum margfætt-
um skríðandi ormi, sem hlykkjaðist eftir bugðóttum veg-
unurn, þegar margar lestir voru þétt saman hver á eftir
annari.
Það var ekki siður á Suðurlandi að reka klyfjaða hesta,
svo sem títt er á Norðurlandi; hefir það liklega stafað af
því, að sunnanlands varð víða að fara yfir slægjulönd
manna og blautar mýrar, sem velja þurfti slarkfæran veg
yfir, svo hestar máttu ekki fara dreift; þar að auki var
hættulegt að reka klyfjaða hesta að hinum stóru vatns-
föllum, sem bæði liggja þétt og eru vandfarin á Suður-
landi. Hefir það nokkrum sinnum orðið að slysi á þann
hátt, að hestar með klyfjum lögðu út í stórvötnin áður en
tókst að komast fyrir þá, og annaðhvort fórust með öllu,
eða misstu af sér klyfjarnar.
Margir gætnari menn tengdu saman lestina á þann
hátt, að hnýta taum aftari hestsins í band, bogabandið,
sem fest var um klyfberabogann á fremri hestinum. Var
það miklu mannúðlegra en hin aðferðin, sem þó var al-
gengari, sú, að hnýta tauminum í taglið á fremri hestin-
um. Hefir það hlotið að vera hestunum óumræðileg kvöl
°g erfiði að verða að draga annan hest taumþungan á
þennan hátt á eftir sér, dag eftir dag, og bera þar að
auki þunga bagga á hryggnum; þó tók út yfir, þegar hest-
ar kipptu, oft svo hart, að sterkir beizlistaumar kubbuðust.
Var það í rauninni mesta furða, að hestarnir skyldu ekki
veikjast af þessari meðferð, mænuslitna eða sterturinn gjör-
samlega slitna af þeim.
1) Fyrstu lestamennirnir voru ávallt Skaftfellingar. Þeir tjöld-
uðu norðanvert og austan við búðarbyggingarnar og fóru sér að
engu óðslega. Kom fyrir að verzlun þeirra og kaupstaðagiaðningur
varaði allt að viku, enda þurftu hrossin hvildar eftir allt vatnavolkið.
5*