Skírnir - 01.01.1931, Side 75
Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
69
slóðum. Verður því að ferja allt yfir hana á bátum. Fóru
flestir yfir hana annaðhvort á Sandhólaferju eða Ferjunesi,
sem er örskammt ofar, vestan árinnar. Það var oft hent-
ugra að fara vestur yfir (út yfir) í Ferjunesi, því að þar
féll áin fast að grösugu vesturlandinu, en eyrar og álar
allt að austanverðu, en á Sandhólaferju voru oft miklar
kvislar og viðlendar eyrar að vestanverðu við aðalána, en
blágrýtishamrar að austan.
Oft lenti í hnippingum við ferjurnar, einkum ef ribb-
aldar áttu í hlut, og afarillt var að verða að bíða lengi
nieð langa lest á áreyrunum eftir því að komast að ferj-
anni, en það gat komið fyrir, ef ös var mikil.
Þegar ung hross og einkum folaldsmerar urðu að standa
lengi á eyrunum vestan við ána eftir sundið, var þeim
'njög hætt við að klumsa. Var það næstum ólæknandi
sjúkdómur, ef ekki var i tíma aðgætt. En sjúkdómsein-
kennin voru svo auðsæ, að slíkt var auðvelt, ef aðgætni
var við höfð; granir hrossins fóru að dragast í sundur og
von bráðar fór stjarfi að færast í hálsinn og stirðleiki um
allan kroppinn. Ef fljótt var aðgert, tókst að lækna þetta
nieð því að hella einhverjum sterkum lög, svo sem brenni-
vínsblöndu, ofan í hrossið og halda því á stöðugri hreyf-
‘ngu, þar til það fór að geta frísað, tekið í jörð og sam-
kjaftað. Þetta tók þó oft langan tíma. Væri ekki nógu fljótt
aðgætt, var hrossinu dauðinn vís.
Sjaldgæft var það, hafi það annars átt sér stað, að
hross klumsuðu á heimleið.
Á Klöppinni hjá Loftsstöðum var síðasti áfanginn á
leiðinni til Eyrarbakka. Ef þurkur var, er þangað var kom-
ið, og ullin hafði blotnað mjög í hinum miklu vatnsföllum
°g vondu og blautu vegum, þá var það blautasta þurkað
þar; annars þótti ekkert að því, þó að ullin að minnsta
kosti þornaði ekki á leiðinni, enda aldrei tekið hart á því
i kaupstaðnum, þó að pokahornið dignaði, ef það var sýni-
legt að það stafaði af ferðavolki; þess vegna var yfirvikt
venjulega ekki tekin.
Þegar lagt var upp frá Loftsstöðum, var kappkostað