Skírnir - 01.01.1931, Síða 76
70
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skírnir
að láta fara sem bezt á lestinni, svo að hún liti svo vel
út sem unnt var, er út á Bakkann kæmi; það var metn-
aðarsök, enda þótti ávallt, eins og Bólu-Hjálmar kveður:
»aumt að sjá í einni lest | áhaldsgögnin slitin flest«, þó ekki
væri fleira til lýta.
Á leiðinni skammt fyrir utan Baugsstaði, sem er ein
hinna elztu landnámsjarða, er bærinn Skip við sjó fram.
Þar framundan er hið forna Knarrarsund; þar munu hinar
fornu „Eyrar“ hafa byrjað, og þar nálægt hefir það verið,
sem Ásgrímur Elliðagrímsson var að skípsdrættinum, þegar
Þorgils errubeinsfóstri hrekkti hann svo neyðarlega, að
Ásgrímur datt á rassinn í forarpytt, svo að öll klæði hans
urðu »vát ok þrekkótt ok svá hann sjálfr«. Örskammt ofar
er Haugavað fyrir neðan Traðarholt, þar var Rafnshaugur
»fyrir austan götuna, en fyrir vestan Atlahaugur og Ölves-
haugur og Hallsteinshaugur«, eins og stendur í Flóamanna-
sögu. Sigurður Vigfússon fornfræðingur gróf i hauga þessa
1880 og fann þar mannabein og hrossbein auk ýmsra ann-
ara hluta, er sönnuðu að sagan skýrir rétt frá, að þar voru
fornmenn heygðir. En ekki gætti Sigurður þess, að ganga
frá haugunum eftir gröftinn svo sem þeir voru áður að
útliti. Var það illa farið, því nú eru þessar fornminjar með
öllu horfnar, aðeins för þeirra eftir.
Nokkru fyrir vestan Skip er bær, sem Kumbaravogur
heitir, fram undan bænum er lón í fjörunni samnefnt og
sýnilega leifar af vog, sem þarna hefir verið, áður en sjór
tók að brjóta landið á Eyrum.
Þá tók við Stokkseyrarhverfið, austast í þvi eru tveir
bæir, er heita Eystra- og Vestra-Iragerði. Benda þessi nöfn
á, að hér hafa vestrænir menn snemma búið.
Stokkseyrarbærinn var reisulegur bóndabær og kirkju-
staðurinn á Eyrum. Hafði kirkjan þar á sér nokkurn helgi-
blæ fyrir það, að sú var trú manna, að væri hún opnuð,
er róðraskip leituðu lands í brimi, þá færist ekki skip á
Stokkseyrarsundi.
Þá var engin verzlun á Stokkseyri, en þaðan var einn-