Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 77
Skirnir] Kaupstaðarferðir 1880—90. 71
ar stundar lestagangur eftir sléttum, vallgrónum sjávar-
bakka, fram hjá Gamla-Hrauni *), út á Eyrarbakka.
Eyrarbakki var þá smáþorp með nokkrum smákotum,
flestum fremur ósélegum, er stóðu á mjórri túnspildu á
milli sjávarbakkans og flóðdraga, er skildu Bakkann frá
binni blautu og víðáttumiklu Breiðumýri, þar sem Bakka-
menn áttu slægju- og beitarlönd að sínum hluta, við Flóa-
menn.
Austasta býlið á Bakkanum var þá Steinskot. Var
þangað fagurt heim að sjá, því að bærinn var snotur og
allt vel um gengið, og stóð á grænum túnbala, en fram
undan er Hópið, lítið en fallegt stöðuvatn.
Þegar komið var út á móts við Garðbæ, að svo köll-
uðum Gónhól, blöstu við hin miklu verzlunarhús Eyrar-
bakkaverzlunar, og á sléttum og hörðum sandfletinum fyrir
norðan þau og austan var krökt af mönnum og hestum,
farangursfönsum og tjaldafjölda svo tugum skifti.
Flestum, er komu á góðviðris-sólskinsmorgni úr sveita-
fámenninu og í fyrsta sinn sáu þetta blasa við, mun sú
sjón seint úr minni líða, — einkum er þar við bættust
fornar minningar, er yfir þessum stað hvíldu, sem verið
hefir einn af elztu verzlunarstöðum landsins og líklega
allra þeirra fjölsóttastur, allt frá landnámstíð. Hér hafa
vafalaust komið »þeir Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn
og Njálk, eins og þeir Steinn hinn snjalli og Sigmundur
son Sighvats rauða, sem Landnáma getur um, og síðar hinir
merkustu menn af öllu svæðinu á milli fjalls og fjöru, —
austan frá Lómagnúp og vestur á Reykjanes, ýmist fyrrum
til þess að taka sér eða sínum far til útlanda eða þá og
síðar í verzlunar- og útréttingaerindum.
En nú var eigi tími til langra hugleiðinga um fortíð-
>na, heldur skyldi nú haldið inn í mannþyrpinguna og það
á sem manndómlegastan hátt. Stórbændurnir höfðu venju-
lega áður riðið frá lest sinni, til þess að vera búnir að
bitta kaupmanninn að ináli og kynna sér verzlunarhorf-
1) Hið forna Framnes, flutt undan sjávarágangi.