Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 78
72
Kaupstaðarferðir 1880—90.
|Skirnir
urnar, en lestamenn fóru með lestir sínar sem fastast að
norðurvegg verzlunarhúsanna, því að þar var viktarhús
ullarinnar. Er þangað var komið voru ullarpokarnir teknir
ofan af hestunum og hlaðið upp að húsveggnum, svo
nærri viktarhússdyrunum sem auðið varð. Síðan var sprett
af og fansað reiðingum. Komu þá einn eða tveir verka-
menn frá verzluninni, venjulega leirugir upp fyrir höfuð,
og tóku þeir alla hestana, merktu þá á lendina og fluttu
þá á haga, yfir flóð og foræði, upp á grösuga en oft mjög
bitna mýri fyrir ofan Bakkann. Qættu þeir síðan hestanna
svo lengi sem staðið var við; þurftu ferðamenn eigi að
hafa neinar áhyggjur af þeim þann tíma, en fengu þá ávallt
aftur með góðum skilum, er þeir voru tilbúnir til burt-
ferðar. Greiðslu til hestasveina annaðist verzlunin.
Síðan var tjaldað sem næst verzlunarhúsunum hjá öðr-
um tjöldum, og búið um sig sem notalegast með meljum,
reiðingstorfum, gæruskinnum og brekánum. Allur lauslegur
farangur var borinn inn í tjaldið, auk malpoka, fótaplagga
og ferðadalls.
Þegar búið var að tjalda og lokið að búast þar um,
var farið að leysa ullarpokana og búa sig undir að leggja
inn. Ef þess var kostur að komast strax að viki — sem
fágæft var um miðja kauptíð — þurfti við það »handtök
bæði hörð og snör«, til þess að verða ekki bolað frá af
öðrum. En langoftast var svo mikið af ull óvegið hjá þeim,
sem fyrir voru, að ekki var hægt að komast að vikt fyrr
en eftir sólarhring eða lengri tíma. Var þá pokunum jafn-
ótt og þeir voru leystir úr böndum hlaðið upp við viktar-
hússvegginn, svo nærri dyrunum sem auðið varð og fast
við ullarstafla þess, er næst hafði komið á undan. Urðu
menn að vera þarna við til þess að flytja pokana smátt
og smátt eftir þessari röð inn að viktinni. Ef einhver van-
rækti það, mátti búast við að einhver »hlypi í skarðið«, en
eftir þessari röð var ófrávíkjanlega viktað, hvort sem í hlut
áttu ríkir eða fátækir.
í viktarhúsinu var oft mikill troðningur i kringum hina
miklu jafnörmuðu metaskálavog, er fest var með sterkum