Skírnir - 01.01.1931, Page 79
Skirnir] Kaupstaðarferðir 1880—90. 73'
umbúnaði upp í einn af hinum gildu bitum ullarloftsins..
Aðalullarviktarmaður utanbúðar var þá Hjörtþór Illuga-
son, snotur maður, kurteis og alúðlegur í framkomu. Utan-
búðar-verzlunarjijónar og helztu verkamenn stóðu við vog-
ina, létu ull eins manns á aðra skálina, þó aðeins eina teg-
und hennar í senn, en röðuðu járnlóðum á hina skálina
þangað til mundang vogarinnar sýndi nákvæmlega jafn-
vægi; sáu þá allir viðstaddir, að rétt var vegið.
í afgirtu rúmi hjá voginni stóð viktarmaðurinn við hátt
skrifpúlt og skrifaði upp þyngd ullarpokanna, hverrar teg-
undar fyrir sig, og nafn eiganda. Síðan voru pokarnir teknir
af voginni, brugðið um þá kaðli og þeir dregnir upp á
ullarloftið í gegnum op á því, oft margir í senn; var til
þess notað hjól, er fest var rammlega upp í ræfri hússins.
Þegar ullarpokarnir voru komnir upp á loftið, var þar
verzlunarþjónn með aðstoðarmönnum, er tók á móti þeim,
tók ullina úr pokunum, athugaði hana vandlega, einkum
þvott og þurkun, og samdi við hlutaðeiganda um afvikt,
ef ástæða þótti til. Gengi ekki saman um það, var þvi máli
samstundis skotið til verzlunarstjórans, sem skar strax úr
þeim málum. Síðan vóg verzlunarþjónninn hina tómu poka
og skrifaði á seðil þyngd þeirra og afvikt, ef nokkur var,.
ásamt nafni eiganda, lét svo seðla þessa í trépipu, sem lá
lóðrétt gegnum loftið frá skrifborði hans niður á skrifpúlt
viktarmannsins niðri í húsinu. Sá maður tók nú seðla þessa,.
dróg tölur þeirra frá aðalviktinni hjá sér og gaf eiganda
viktarseðil með hipum sanna viðurkennda ullarþunga; auk
þess stóð á seðlinum þungi annara vörutegunda, sem lagð-
ar voru inn samtímis, svo sem tólgar, sem þá var mikil
verzlunarvara, og mátti oft sjá i geymsluklefum verzlunar-
húsanna »ógna skjöldu bungubreiða« af þeirri vöru.
Viktar&eðlarnir voru vandlega geymdir, því að þeir
voru trygging fyrir því, að innleggið væri rétt fært inn í
afreikninginn, þegar hann kom.
Eins og að líkindum má ráða, vildu allir fá sem hæsta
vikt á ull sinni, og helzta ráðið til þess var að hafa hana
ekki of þurra eða hrista ekki mjög vandlega úr henni sand-