Skírnir - 01.01.1931, Page 80
74
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skírnir
inn eða klepra; eiga heldur á hættu dálitla afvikt, ef ekki
skyldi takast að bjarga því á annan hátt. Það var svo sem
ekki talin nein höfuðsynd að leika þannig á kaupmanninn,
ef þess var kostur, og fæstum kom til hugar að slíkt mundi
hefna sín sjálft.
Eitthvert sinn hafði Þorgils bóndi Jónsson á Rauðnefs-
stöðum lagt inn ull sína, sem var mikil, því hann var gild-
ur bóndi og auðugur að sauðfé. En er uliin var skoðuð,
þótti hún heldur deig, en Þorgils var ófáanlegur til að
samþykkja afvikt, var því faktorinn tilkvaddur. Skoðaði
hann ullina og segir síðan með mestu hægð: »Það er köld
ullin hjá þér núna, Þorgils minn.« Þá segir Þorgils: »Púff!
púff!« og gnisti tönnum — það var kækur hans, er hann
var kenndur —. »Það hefir ekki hitnað í henni eins og
helvítis bankabygginu hjá þér.« Faktorinn brosti. Afviktin
varð engin. En þannig lagaðar aðferðir voru ekki öðrum
færar en þeim, er ríkir voru og áttu svo mikla ull, að þeir
gátu boðið byrgin. Veslings fátæklingarnir, sem vantaði
svo sem ekki heldur viljann, urðu að láta sér lynda, ef
þeir gátu, í troðningnum við viktina, tyllt tánni á poka-
íyrirbandsspotta, sem lafði út af vogarskálinni, án þess að
á bæri.
Það gat komið fyrir, að þeir, sem meira máttu, hjálp-
uðu lítilmögnunum i þessum efnum. Austanmannalest lá á
Klöppinni hjá Loftsstöðum, og þurkuðu lestamenn það allra
blautasta af ullinni, sem hafði vöknað mjög í stórvötnum
á leiðinni. Á meðal lestamannanna voru tveir efnaðir bænd-
ur; hét annar þeirra Jón, hygginn maður og orðheppinn.
Einnig var í förinni fátækur karl og einfaldur; hafði hann
litla ull meðferðis, sem blotnað hafði og þurfti því að breiða
til þerris. Segir þá Jón bóndi við karl, að ekki skuli hann
vera að þurka þetta ullarhnak vandlega, það muni ekki
verða svo þungt á viktinni hvort sem er, og sé honum
nær að taka skökubrýnið úr ferðadallinum, sækja í honum
hvítan sand og strá honum yfir lagðana. Karl féllst á þetta,
þó með nokkrum mótmælum samvizkunnar. Segir svo ekki
meira af því fyrr en farið var að skoða ull þeirra austan-