Skírnir - 01.01.1931, Page 83
•Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
77
báru nokkrir þeirra svo af öðrum, að þeir hlutu að vekja
sérstaka athygli, svo sem þeir stórbændurnir Ólafur Þor-
móðsson í Hjálmholti og Guðmundur bróðir hans í Ásum,
sem nafnfrægir voru fyrir fyrirmyndar búnað, dugnað, rausn
og hagleiks smíðar. Þá sópaði mjög að þeim bræðrum
Helga í Birtingaholti og Sigurði á Kópsvatni, sem báðir
voru ríkisbændur og í miklu áliti. Enn var Guðmundur
Guðmundsson bóndi í Teigi í Fljótshlíð, góðmannlegur
maður, vitur og auðugur, en átti erfitt um gang, sökum
fótaveiki. Svo voru þeir austanmennirnir, prestarnir séra
Sveinn Eiríksson i Ásum, af honum geislaði fjörið, gleðin
og góðmennskan, og var auðséð, að hann var ástsæll á
meðal héraðsbúa sinna; séra Bjarni Þórarinsson á Prests-
bakka var hinn glæsilegasti maður á velli, fríður sýnum
og hinn gjörfulegasti; en einna höfðinglegastur var Ólafur
umboðsmaður Pálsson á Höfðabrekku, og þó góðmannleg-
ur og nokkuð þykkur undir belti. Ólíkur honum, en ein-
kennilegur þó, var Magnús bóndi í Skaftárdal, harðlegur
maður og hvatlegur. Hann var í reiðbrókum með grænum
listum utanlærs og hafði rauðröndótta tusku í efsta treyju-
hnappagatinu vinstra megin, sem mörgum varð starsýnt á,
sem ekki vissu hvað það þýddi.
Og margir voru þar fleiri stórmerkir menn, sem oflangt
yrði upp að telja.
Það fyrsta, sem bændur gerðu, er þeir komu á Bakk-
ann, hvort sem þeir riðu á undan lest sinni eða voru henni
samferða, var að hitta faktorinn og spyrjast fyrir um, hvað
svarað væri út á ullina. Verðið þýddi ekkert að spyrja
um, — það var fyrst ákveðið árið eftir með annaðhvort
engri eða einhverri uppbót, sem orð lék á að væri nokkuð
misjöfn og færi allmjög eftir auð og aðgangssemi manna.
Faktor var þá Guðmundur Thorgrímsen, hið mesta
glæsimenni á velli og höfðingi mikill í lund og allri fram-
komu, og því mikils metinn nær og fjær. Hann bjó ásamt
fjölskyldu sinni og þjónustufólki í kaupmannshúsinu, eða
^Húsinu®, eins og það var almennt kallað — líklega af
því að það var lengi eina íbúðar-timburhús á Eyrarbakka.