Skírnir - 01.01.1931, Síða 84
78 Kaupstaðarferðir 1880—90. [Skirnir
Stóð það spölkorn frá verzlunarhúsunum; er eitt af elztu
ibúðarhúsum landsins og að mörgu einkennilegt.
Þau Thorgrímsenshjón voru nafnfræg fyrir gestrisni,
buðu mörgum í hús sitt og veittu af rausn mikilli. Höfðu
þau mætur á öllu íslenzku, er til þjóðþrifa horfði, og þeim
mönnum, er tóku öðrum fram að atgjörvi, dugnaði eða
vönduðum og fögrum iðnaði. T. d. buðu þau jafnan Fljóts-
dalshjónunum í hús sitt, er þau komu í kaupstaðinn, þeim
Jóni bónda Jónssyni og konu hans Guðbjörgu Eyjólfs-
dóttur, en hún var búkona góð, orðlögð fyrir fagran og
vandaðan ullariðnað og hannyrðir, listgefin og hugvitssöm
og unni öllu fögru. Bróðurdóttir hennar er hin þjóðfræga
garðræktarkona, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti. En einn
af sonum þeirra Fljótsdalshjóna er merkismaðurinn Ágúst
Jónsson, fyrrum hreppstjóri, sýslunefndar- og amtsráðs-
maður í Keflavík, skarpgáfaður maður, listfengur') og góð-
gjarn.
Eigandi verzlunarinnar var þá stórkaupmaðurinn Lefolii
eldri. Bjó hann í Kaupmannahöfn, en kom á sumrin og sat
á Eyrarbakka um kauptíðina. Sjaldan var hann nefndur
annað en »Reiðarinn« eða »Losserinn«, og á hann litið
sem nokkurskonar hálfguð, bæði af verzlunarfólkinu og
minniháttar viðskiftamönnum. Höfðu víst fæstir þeirra mik-
ið saman við hann að sælda, persónulega. Einstöku gerð-
ust þó svo djarfir að heilsa honum, og gekk það oftast
sæmilega vel, en á stundum lenti það í klúðri. Eins og
þegar gamall sæmdarkarl réðist í að heilsa »Losseranum«,
tók ofan húfuna, hélt henni með annari hendi fyrir aftan
bak, en rétti hina fram, um leið og hann sagði: »Sælir
verið þér nú, Lefolii minn!« Hinn tók kveðjunni með því
1) Nálægt 1880 sá ég fyrst kvikmyndir; hafði Ágúst — þá um
fermingaraldur — gert þær að öilu. Voru þær tvær; önnur sýndi
mann er sat og var að kurla við, ýmist með hægð eða í gríð og
kergju. Hin var af fögrum fossi, er féll beint niður af háum berg-
stalli, og kom fram seiðafl fossins í hreyfingu myndarinnar. Enn-
fremur hafði Ágúst smiðað smávél, til að mæla með hæðahlutföll í
fjarska.