Skírnir - 01.01.1931, Side 85
Skírnir] Kaupstaðarferðir 1880—90. 79
að tylla tveim fingurgómum sem allra fremst að hönd
karls, og var það vorkunn, þvi að Iestamenn voru í þá
daga sjaldan tárhreinir um hendur. Nú langaði karl að
segja eitthvað meira og hafa það nú einstaklega alúðlegt,
virðir fyrir sér stórkaupmanninn, sem orðinn var aldur-
hniginn, og segir svo: »AlItaf lifi þér, Lefolii minn!« —
^Alltaf leve jæ, — ja vist Ieve jæ«, sagði stórkaupmaður-
inn, sem langaði ekkert til að tala meira um það efni, og
gekk frá karli, sem hálfsneyptur fór að koma húfunni fyrir
á höfðinu á sér.
Þeir Lefoliis-feðgar voru vel þokkaðir af þeim, er
nokkur kynni höfðu af þeim; þóttu áreiðanlegir í viðskift-
um, kappkostuðu að hafa allar vörur góðar og gættu þess
að hafa verzlunina jafnan birga að matvörum.
Flestir bændur, að minnsta kosti allir hinir efnaðri,
höfðu aðhlynningu eða gistu á einhverjum bæjum í kaup-
staðnum, oftast á sama stað ár eftir ár. Margir héldu til á
þessum bæjum: Á Vestur-Bakkanum: í Einarshöfn hjá Gesti
Ormssyni, Ólafi lóðs og Jakob Jónssyni, á Skúmstöðum hjá
Magnúsi Ormssyni hafnsögumanni og Ebeneser gullsmið,
i Garðbæ hjá Magnúsi smið Þórðarsyni. Á Austur-Bakkan-
um: í Nýjabæ hjá Páli Andréssyni, í Sölkutóft hjá Magn-
úsi, og í Steinskoti hjá þeim hjónum Jóni Jónssyni og
Guðbjörgu Gísladóttur og foreldrum þeirra, og víðar.
Þáðu ferðamenn hjá Bakkabændum hinn bezta beina,
góð rúm, nýjan fisk, sætar súpur, kaffi með kræsikökum
°g yfir höfuð var allt framreitt, er bezt var til og sem
helzt mátti ætla að ferðamanni kæmi bezt að notum og
nýnæmi nokkurt væri að. Sveitamenn greiddu aftur á móti
^yrir sig með ull — helzt mórauðri —, skinnum, hangi-
kjöti, tólg eða smjöri, eða sendu lamb ‘) eða kind næsta
haust. Myndaðist af þessu einskonar viðskifta-vinátta milli
wanna, sem hélzt lengi; gerðu hvorirtveggja sem þeir
voru skapi farnir til, án alls verðlags.
Vinnumenn og fátækari bændur sváfu í tjöldunum á
1) Lamb var þá ekki kallað kind.