Skírnir - 01.01.1931, Síða 86
'80 Kaupstaðarferðir 1880—90. [Skirnir
nóttum, þó að oft væri það ónæðisamt, en allir héldu sig
við tjöld á daginn.
Allan sólarhringinn voru menn að koma, biða og fara.
Mátti þar sjá margan fallegan hest með söðli eða hnakk,
sem þá var aldrei lagður á bert bakið á hestinum, heldur
var breitt á bakið undirreiðtýgið, undirdekkið, sem var
ýmislega litt klæði, jafnlangt og reiðtýgið, en náði niður
um síður hestsins, voru hornin sniðin af að framan, en
látin haldast að aftan á undirdekkum hnakka. Á brúnir
undirdekksins var lagður borði (kantur) með öðrum lit en
dekkið sjálft hafði, og í bæði hornin var saumað annað-
hvort upphafsstafir í nafni og föðurnafni eigandans, falleg
rós eða þar var lagt knipplingum, oft lista-vel gert. Þessi
undirdekk voru oft kærustu gjafir — trijggðcipantar —,
eins og þær gjafir voru þá nefndar.
Reiðföt karlmanna voru síð yfirhöfn, grá eða svört úr
vaðmáli eða vormeldúk, svartar brækur úr sama efni,
hnepptar utan á lærunum frá ofanverðu og niður úr, sól-
aðir skinnsokkar úr kálfsskinni eða sauðskinni; fáir voru
þá í vaðstigvélum, en margir voru hlífariausir.
Kvenfólk var í nærskorinni reiðtreyju, sérstaklega
þröngri um mittið, voru löf á henni að aftan, en um sam-
skeyti þeirra og bolsins voru festir tveir stórir hnappar til
skrauts, en að framan var treyjan heft saman með þremur
samskonar hnöppum, hún var með út af liggjandi kraga
og hornum og úr svörtu klæði. Reiðpilsið var úr svörtu
vaðmáli, vítt og meira en fótsitt. Höfuðfatið var svartur
stráhattur með fiötum kolli og beinum börðum, um hann
og höfuðið var svo vafið svörtu, gisnu slöri. Fór konum
höfuðbúningur þessi svo vel, að það var mál manna, að
naumast væri svo ófríð stúlka, að ekki þætti falleg undir
þessum reiðhatti.
Að undanteknum reiðfötunum voru þá allar konur,
yngri og eldri, rikar og fátækar, klæddar íslenzkum bún-
ingi úr íslenzku efni frá hvirfli til ilja, og sómdu sér mæta
vel. —
Þrátt fyrir hina miklu mannös fór allt fram með ró og