Skírnir - 01.01.1931, Page 87
Skimir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
81
spekt, og aldrei urðu nein áflog svo að kvæði, en það
kom fyrir, þegar menn voru farnir að finna ofurlítið á sér,
að þeir fóru að láta allmikið á sér bera. Var hent gaman
að því, ef það þótti úr hófi keyra. Er til óprentuð rima
um eitt þess háttar atvik; er það allglögg lýsing. Byrjar
hún þannig:
-Sendir voru seggir tveir
frá sýslumanni . . .«
Þeir voru frá H. E. Johnsen sýslumanni á Velli í Hvol-
hrepp. Er þeir komu út að Búð réðst sá, er fyrir þeim var,
inn að búðarborðinu, ofurlítið hýr. Var hann stór og sterk-
ur maður, allra bezti karl, en nokkuð svaðalegur við öl.
Hefur hann þar upp raust sína:
»Við erum komnir Vallarmenn
og viljum hafa
fyrir helgi á fjórtán hesta;
fengin skal oss sortin bezta.«
Afgreiðslan varð nú að fara eftir því, hvort röðin yrði
komin að þeim fyrir helgina. Sendimenn sýslumanna gátu
«igi fremur en aðrir fengið undanþágu frá þeirri reglu, að
ástæðulausu. Að öðru leyti tóku búðarmenn karli vel, og
buðu honum góðgerðir, sem hann þáði þakksamlega:
»Af rullustykki rekja náði
og rommið ekki gjörforsmáði.«
Tók nú að færast heldur en ekki líf í karl og:
»Tók hann þá að tala hátt
með tröllalátum,
berja hurðir, bjóða i glímur
og belja gömlu Andrarimur.«
Loks fór hann að segja allmergjaðar frægðarsögur af
sjálfum sér, frá fyrri tímum, einkum frá því að hann reri í
Selvoginum. »En þar var langbezt að róa, lasm. Því að
þar drukku allir eins og svampar og hver hélt við sína
Þjónustu, og þótti engum mikið.« Einu sinni, er hann var
6