Skírnir - 01.01.1931, Page 88
82
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skirnir
á reiki niður í fjöru þar á náttarþeli, er tungl óð í skýjum,
mætti honum býsna ferlegt sjóskrimsli:
»Með hausa tvo og tiu lappir
tryllt það reif upp grjót og klappir.«
En honum varð svo sem ekki bilt við, heldur réðist
að ófreskjunni, og lauk þeim viðskiftum svo, að:
»Hausana af ég hjó með saxi,
svo helvitið lá dauður, lagsi.«
Þrátt fyrir þetta segir þó seinna í rímunni, að þessir
Vallarmenn hafi haft góðar gætur á því, sem þeir áttu að
annast um á meðan þeir dvöldu í kaupstaðnum, og loks:
»Bundu þeir á beizlajóra
bagga heljar þunga og stóra.«
Og það var nú sitt af hverju í böggunum þeim.
Margar sögur eru til af ýmsum smáskritlum, sem gerð-
ust við búðarborðið þarna. Þannig var það eitt sinn, að
aldraður maður, greindur og orðheppinn, kom í búðina og
spyr um verð á brennivíni, sem hann vildi kaupa; búðar-
menn sögðu honum það, þótti karli það helzt til mikið og
sagði: »Ég held næstum, að guð almáttugur gæti grátið
yfir því, hvað þið seljið dýrt brennivinið núna.« Búðar-
menn töldu líkara, að hann tæki það ekki svo nærri sér.
Þá segir karl: »Svo mikið er þó víst, að ekki hlœr hann
að því.« Var þetta haft að máltæki síðar.
Það kom fyrir, er á vetur leið, að upp voru svo gengn-
ar brennivínsbirgðirnar, að hætt var að láta menn fá brenni-
vín nema til erfisdrykkju. Þetta kom sér illa fyrir vínhneigða
menn, og neyttu þeir þvi allra bragða til að ná í vínið. Þá
var það, að alþekktur maður kom í búðina og sagði: »Nú
er Ella dauð! Og þarf ég að fá brennivín á þessa kút-
holu.« Allir vissu að kona mannsins hét Elín. Var því
ekkert því til fyrirstöðu, að hann fengi á kútinn. Er hann
hafði hresst sig af honum og lokið erindum, spurðu búðar-
menn hann, hvenær Elín kona hans hefði andazt. Þá segir