Skírnir - 01.01.1931, Side 89
Skirnir]
Kaupstaöarferðir 1880—90.
83
hann: »Það var ekki hún Eila mín; það var hún Álftar-
hóls-Ella gamla,« — kerling í sveit hans fyrir löngu dauð.
Nú var nægur tími til þess að skoða verzlunarhúsin.
Þau standa á sléttum sandfleti fram við sjávarmál, en fyrir
framan þau var eftir aldamótaflóðið 1800 byggður afar-
traustur sjóvarnargarður úr grjóti, bæði hár og þykkur.
Naer garður þessi frá Óseyri austur fyrir Stokkseyri, um
10 km. að lengd, og hið mesta mannvirki á þeim tima. —
Á höfninni fyrir framan og vestan verzlunarhúsin lágu skip
verzlunarinnar, 1—4 í senn, því að fleiri komust þar ekki
fyrir í einu af þeim 10—20, er verzlunin fékk þá árlega.
Skipin lágu ekki fyrir akkerum, heldur voru þau fest við
geysisvera keðjustrengi, sem strengdir voru þvert yfir hafn-
arbotninn, milli skerja hafmegin og klappa landmegin, og
rammlega frá endum gengið. Þessi umbúnaður var nefndur
»tvingl« og reyndist svo vel, að hann kom í veg fyrir hin
tíðu skipsströnd, sem áður áttu sér stað á Eyrarbakka.
Mun þó óviða — eða hvergi — notaður annarsstaðar hér
við land.
Verzlunarhúsin voru mikil bygging, fjögur stórhýsi, er
mynduðu 144 □ faðma stóran, auðan, aflangan ferhyrning
á milli sín. Að austan krambúðin, að sunnan vörugeymsla
og fiskhús, að vestan »kornhúsið« og að norðan »ullar-
húsið«. Hús þessi voru tví- og þrílyft og ekkert sparað til
að gera þau sem traustust, og efni allt hið vandaðasta.
Verzlunaráhöld voru einnig hin hentugustu, svo sem járn-
braut neðan af bryggjusporði og inn í hvert geymsluhús,
og voru eftir henni dregnir flatir, fjórhjólaðir vagnar, hlaðnir
vörum við upp- og útskipun. í fiskhúsinu var tréklemma
mjög sterk á milli tveggja stoða, var henni þrýst saman
með griðargildri tréskrúfu, er snúið var með vogarstöng-
um. Var hún notuð til að þrýsta saman hertum fiski í
sem fyrirferðar minnsta bagga af ákveðinni þyngd til út-
flutnings.
Á afviknum stað voru þrjár litlar fallbyssur, sem áður
hafa liklega verið notaðar til að gefa merki við komu og
6*