Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 90
84 Kaupstaðarferðir 1880—90. | Skirnir
burtför skipa, en voru þá aðeins notaðar til að skjóta af
þeim á nýársnóttum til hátiðabrigða.
Ef litast var um í verzlunarhúsunum, bar allt vott um
reglusemi og þrifnað. Allsstaðar var fólk að vinnu, bæði
verzlunarþjónarnir og verkafólkið, karlar og konur, sem þá
var ávallt nefnt »erfiðisfólkið«, og vinna þess »erfiðis-
vinna« og að vera »í erfiði«, hvort sem unnið var innan
húsa eða utan. Var þetta að líkindum gamalt nafn á vinn-
unni frá þeim tima, er engin eða léleg áhöld voru til, sem
nota mátti til léttis vinnunni; nú var öðru að gegna og
vinnan sýndist ekki ýkja erfið.
í ullarhúsinu mátti sjá einkennilega sjón. Niður úr loft-
inu þar hengu margir afarstórir strigapokar, voru op þeirra
fest við jafnvíð göt á húsloftinu. Flestir af þessum pokum
voru á sífelldu iði og tifi og utan á þeim komu fram hól-
ar og gúlar hingað og þangað, en sumir pokarnir voru
hreyfingarlausir. En svo stóð á þessu, að á húsloftinu —
ullarloftinu) var fjöldi fólks, bæði karlar og konur, sem at-
huguðu alla hina miklu ull, er þarna var saman komin,
þrifuðu hana og flokkuðu, en nokkrir karlmenn tróðu henni
í þessa poka og hét það að sekkja ulliria. Var það gert á
þann hátt, að maður fór ofan í pokann og tróð ullinni sem
fastast í hann, með höndum og fótum. Verkið hefir sjálf-
sagt verið lýjandi, enda kom það fyrir, ef menn voru illa
fyrir kallaðir, að þeim rann í brjóst í pokunum — svona
á vixl —, og því var það, að sumir pokarnir voru hreyf-
ingarlausir, þó að lifandi maður væri í hverjum þeirra, eins
og átti að vera. Þessir pokar rúmuðu 100 kg. af ull, og
þegar þeir voru fullir, voru þeir losaðir frá loftsgötunum
og látnir detta niður á húsgólfið; þar var saumað fyrir
opið og fjórir fílefldir karlmenn þrifu sinn í hvert horn
þeirra og báru þá inn í næsta herbergi, þar sem þeir voru
geymdir til útskipunar.
I kjallaranum undir ullarhúsinu voru geymd vínföng
og utast í honum var tekið á móti laxi. Var hann flattur
og saltaður í geysistór og sterk eikarföt, og þá í svo háu
verði, að litlu eða engu munaði frá því sem nú er, og