Skírnir - 01.01.1931, Page 91
Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
85
mun það einsdæmi um íslenzka vöru. Beykir verzlunar-
innar, Ingvar Friðriksson, tók á móti laxinum og annaðist
um söltun hans og umbúðir. Ingvar var smiður góður og
mjög vel að sér í beykisiðn, sem hann hafði lært í Þýzka-
landi.
Verzlunin var opnuð kl. 6 á morgnana og um kaup-
tiðina var hún opin allan daginn til kl. 8 á kvöldin. Verzl-
unarþjónarnir mötuðust á víxl, svo afgreiðslan hélt alltaf
áfram, en máltíðir erfiðisfólksins voru kl. 10—11 f. h. og
3—4 e. h.J) Á laugardagskvöldum, um lokunartímann kl.
8, var allt erfiðisfólkið saman komið við aðalútgöngudyr
verzlunarhúsanna og þyrptist í kringum aðalutanbúðar-
manninn. Gekk þar hver maður ríkt eftir að fá eina skon-
roksköku og brennivínsstaup. Þetta hétu „góðgerðirnar“ og
var gömul hefð, sem ekki var eftir gefin, þó að þessi út-
deiling tæki alllangan tíma, því að margir voru munnarnir.
Seinna var þessum »góðgerðum« breytt í 12 aura á mannr
og loks eftir síðustu aldamót hurfu þær með öllu.
Verkalaun erfiðisfólksins voru þá ekki há. Karlmenn
fengu 1 krónu 50 aura á dag fyrir 12 klukkustunda
vinnu.
Þegar komið var inn í sjálfa sölubúðina eða kram-
búðina, sem kallað var, þó að oftast væri hún nefnd að-
eins »búðin«, eins og hér er líka gert, þá blöstu við flestir
þeir hlutir, er islenzkur almúgi þarfnaðist. Frá bitum og
lofti hengu spegilfögur blikkáhöld og i þá daga undur-
samlega fallegir olíulampar ásamt mörgu fleira. Veggirnir
fyrir innan búðarborðið voru þaktir skápum og hólfum
oieð allskonar munum, meira og minna þörfum og skraut-
legum, og innan um alla þessa dýrð sveimuðu svo fallega
búnir menn, með »hvít brjóst« og »svarta skó«, ýmist há-
tiðlega vandlætingarfullir eða eitt sólskinsbros. En á skrif-
Púltunum lágu ósköp stórar bækur, einskonar lífsins bœk-
úr, — og ánægjusvipurinn á veslings mönnunum, sem
1) Máltiðirnar voru gefnar til kynna með því að blásið var í
láður i búðinni.