Skírnir - 01.01.1931, Síða 92
86
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skírnir
stóðu fyrir utan krambúðarborðið, steig og féll eftir því,
sem þessar bækur gáfu til kynna, er þeim var flett upp.
Og út af þessu öllu saman lagði svo hina ilmandi og ein-
kennilegu kaupstaðarlykt.
Það var því ekkert undarlegt, þótt litli fátæki sveita-
drengurinn, sem í fyrsta sinn fékk að fara með honum
föður sínum á Bakkann, — líklega til þess að standa
undir, — ræki upp stór augu. Hann var borinn og barn-
fæddur í litla og lága moldarbænum og hafði aldrei séð
annað timburhús en litla, turnlausa, tjörubikaða kirkju-
kumbaldann á Hvoli. Heima í fámenninu var það eins og
hátíðardagur, ef gest bar að garði einu sinni á mánuði
eða lengri tíma. En nú stóð hann þarna í búðardyrunum
ásamt föður sínum og sagði: »Er þetta himnaríki, pápi!«
Gamli maðurinn varð fljótur til svars: »N-ei! Þetta er nú
helvítis Bakkabúðin.« Líklega hafa rifjazt upp fyrir karli
fornar væringar, — árangurslausar lánsbænir, þegar sult-
urinn svarf að í kotinu, og kuldaleg fátækra-afgreiðsla
hinna vængjalausu engla með hvítu brjóstin, er drengnum
sýndust svífa um fyrir innan búðarborðið.
Verzlunarþjónarnir, sem voru fjöldamargir, skiftust í
flokka, að áliti almúgans. Æðstir voru — næst verzlunar-
stjóranum sjálfum — bókhaldararnir, voru þeir á stundum
danskir, þar á meðal P. Nielsen, er siðar varð þar verzl-
unarstjóri og seinna varð frægur fyrir vísíndalegar veður-
athuganir, náttúrugripasafn og ritgerðir um dýrafræði, eink-
um um íslenzka fugla og lífshætti þeirra. Þá var þar einnig
bókhaldari Guðmundur Guðmundsson, fyrr sýsluskrifari hjá
H. E. Johnsen á Velli, sýslumanni í Rangárvallasýslu, gáf-
aður maður og skáldmæltur, sem mjög unni fornum fræð-
um, alþýðukveðskap og íslenzkum sögnum. Þessa menn,
og fleiri, er »voru á kontórnum«, var sjálfsagt að »þéra«.
Þá komu þeir, sem stóðu við skrifpúltin fram í búðinni og
afgreiddu viðskiftamenn; rituðu þeir í litlar viðskiftabækur,
sem á stóð nafn og númer viðskiftamannsins, allt er hann
lagði inn og tók út; síðar var það fært inn í höfuðbæk-
urnar. Við þessa menn var óhætt að gera sér ögn dælla.