Skírnir - 01.01.1931, Síða 93
Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
87
En hver þeirra hafði sér við hönd mann til þess að af-
henda vörurnar jafnótt og þær voru færðar til útgjalda í
viðskiftabókinni. Þessir afhendingamenn stóðu lægst, en þó
langt yfir sléttum og réttum erfiðismönnum. Þeir voru auk
þess hafðir til ýmsra snúninga, þar á meðal til þess að
loka búðargluggunum á kvöldin með hlerum og opna þá
aftur á morgnana. Því var það, að sumir menn, sem voru
ertnir og ótuktarlegir, kölluðu þá »búðarlokur«, en það var
hin mesta heimska, því að næst verzlunarstjóranum sjálf-
um var nauðsynlegast að koma sér vel við þessa menn
og hafa þá sér hlynnta við afgreiðsluna, því að þeir kunnu
að velja vörurnar, höfðu þekkingu á gæðum þeirra og
vissu, hvar þær beztu voru geymdar. Auk þess vógu þeir
allt, er vega þurfti í búðinni, og margir þeirra hinir mestu
sæmdarmenn, og þar á meðal einn þeirra, sem Ásgrímur
hét Eyjólfsson, en var orðlagður fyrir stóryrði og gerði sér
litt manna mun. Einhverju sinni var hann að mæla brenni-
vín fyrir prest nokkurn, en þraut ílát. Presturinn var fram
i búðinni, en í svipinn mundi Ásgrímur ekki nafn hans og
kallar því þannig til hans: »Komdu hérna, séra skratti,
með ílát undir andskotann!«
Við timburafgreiðsluna var þá og lengi síðan Guð-
mundur Felixson, fyrr bóndi á Ægisiðu. Hann var viðfelld-
inn og greiðvikinn og því vel látinn af ferðamönnum.
Ekki var laust við að nokkrir af verzlunarþjónun-
um þætti helzt til gamansamir við suma ferðamenn, og
var þeim það naumast láandi, því að framkoma sumra
manna úr fámenninu var þannig, bæði af meðfæddum
aulaskap eða óframa og feimni, að ekki var furða, þótt
brosað væri að þeim. Eru til ýmsar sagnir um bjálfalega
framkomu sveitamanna. Ein er þessi: Maður nokkur kom
*nn í búðina, hitti þar verzlunarstjórann, heilsar honum og
segir: »Nú er hann pápi dauður, og ég vil fá í erfis-
drykkjuna.« »Við skulum sjá,« segir verzlunarstjóri um leið
°g hann skyggnist eftir viðskiftabók hins látna. Þá segir
konmmaður! »Það þarf ekki að gá að því, hann er daudur!“
Hinn kvaðst ekki efa það, hann hefði aðeins viljað vita,