Skírnir - 01.01.1931, Side 94
88
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skírnir
hvernig viðskiftareikning hans væri háttað. Þá fer maður-
inn að klóra sér gríðarlega undir húfunni og segir: »Það
þykir mér helvíti hart, ef hann pápi hefir ekki átt hérna
fyrir sálu sinni.«
Verzlunarþjónarnir voru 14 innanbúðar og 9 utan-
búðar, 4 unnu á skrifstofunni (kontórnum); var hún í suð-
urenda búðarinnar. Þar var einnig sérstakt einkaherbergi
verzlunarstjóra og reiðara; þar ræddu þeir um verzlunar-
málefni við viðskiftamenn. Á skrifstofunni unnu mennirnir
við hátt púlt, er stóð á miðju gólfi. Urðu þeir að standa
við skriftirnar eða sitja á háum, baklausum, þrífættum stól-
um. í einu horni skrifstofunnar var múraður eldtraustur
skápur, sem geymdir voru í peningar og verðmæt skjöl
verzlunarinnar.
Inni í búðinni, næst skrifstofunni, var upphækkaður
pallur. í horni við austurgluggann syðsta var afgirt rúm
með trégrindum. í því stóð verzlunarþjónn við púlt, kallað
háa púltið, og afgreiddi hann með aðstoðarmanni. Þar á
veggnum var geysistór skápur, greindur sundur í ótalmörg
smáhólf, er öll voru tölusett. í þeim voru geymdar við-
skiftabækur manna. Myndi viðskiftamaður númer sitt, var
bók hans þar fljótfundin; annars varð að leita hennar eftir
sérstakri númeraskrá. Fyrir neðan pallinn var annað púlt,
lága púltið, afgirt á sama hátt, og afgreiddu þar einnig
tveir menn. Við búðarborðið sjálft, sem lá sínkilmyndað frá
austurvegg búðarinnar inn á mitt gólfið, voru enn tveir
menn, er afgreiddu lausakaupin, og einn maður — oftast
unglingur — var vörður við hliðið gegnum það.
Nokkrum hluta búðarinnar var skift að endilöngu með
trévegg. Var sá veggur alsettur hillum og draghólfum.
Vestan við þetta skilrúm var vefnaðarvörubúðin afþiljuð;
þar var borð eftir endilöngu gólfi. Fáir voru þeir ferða-
menn, sem gátu stært sig af því, að hafa komið inn fyrir
það búðarborð. Þar afgreiddu þrjár stúlkur, en seinlegt var
að verzla þar, hefði mikil kramvara verið keypt, því að
kaupandi varð að benda á strangana í hillunum og átti
því mjög erfitt að ákveða, úr svo mikilli fjarlægð, hvað'