Skírnir - 01.01.1931, Page 95
Skírnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
89
hann þurfti og vildi fá. En að mönnum var ekki hleypt
þar inn fyrir borðið, mun hafa stafað af því að hreinlæti
þeirra hefir þótt ábótavant, enda búðarrúmið takmarkað.
Utanbúðar voru tveir verzlunarþjónar við ullarverzl-
unina, sem fyrr segir, aðrir tveir við kornafgreiðsluna, tveir
bakarar, sem unnu í brauðgerðarhúsi örskammt frá verzl-
unarhúsunum, einn beykir, einn timburafgreiðslumaður á
stóru afgirtu svæði — timburportinu — fyrir vestan verzl-
unarhúsin. Þar voru verkamenn látnir vaka og halda vörö
yfir timbrinu á nóttum, því að mestu af því var hlaðið úti,.
þótt hið vandaðasta af borðviðnum væri geymt inni í hús-
um. Loks var einn maður, sem hafði yfirumsjón með erf-
iðisfólkinu og sagði því fyrir verkum.
Hér eru ekki taldir verzlunarþjónar þeir, er voru á
útbúum verzlunarinnar á Stokkseyri, Þorlákshöfn og Grinda-
vík, eða á skipum þeim, er á milli þessara staða fóru frá
verzluninni. Ekki heldur tveir hafnsögumenn, „lóðsar“, og
átta »lóðsmenn«, er þó voru einnig fastráðnir við verzlun-
ina og unnu við hana öllum stundum, þá er vinna þurfti
þar að einhverju.
Erfiðisfólkið var fjöldamargt frá byrjun lesta til höfuð-
dags, og ávallt nokkuð margt frá því fyrsta skip kom til
þess, er það síðasta fór ár hvert.
Sagt var að verzlunin hefði greitt kauptúnsbúum 30,000
krónur árlega í verkalaun.
Lausakaup hét verzlun þeirra, er verzluðu með vörur
eða peninga, án þess að fært væri til reiknings. Var það
helzt vinnufólk og unglingar eða einhver fyrir þeirra hönd,.
og þeir menn, er eitthvað þurftu að kaupa, sem þeir kærðu
sig ekki um að láta færa til reiknings, eða voru alls ekki
i reikning við verzlunina. Verzlun þessi fór fram við búðar-
borðið og annaðist hana sérstakur verzlunarþjónn með af-
hendingarmanni. Hver maður gat fengið sig afgreiddan
þar eftir því sem hann gaf sig fram til kaupanna; höfðu
ílestir lokið lausakaupunum áður en þeir komust að aðal-
afgreiðslunni.
Svo var það eftir lengri eða skemmri bið i ösinni, að