Skírnir - 01.01.1931, Page 96
90
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skirnir
komid var að þessum eða hinum, og var það gefið til
kynna á þann hátt, að hrópað var upp í búðinni nafn
hlutaðeiganda. Er hann kom, var opnað fyrir hann hliðið í
búðarborðinu og honum boðið inn fyrir það. Gerði það
sérstakur verzlunarþjónn, er settur var þar vörður, og ekki
mátti hleypa neinum óboðnum inn fyrir búðarborðið.
Nú voru á enda áhyggjulausu hvíldardagarnir. Starfið
byrjaði aftur og það mjög áríðandi starf, því að nú þurftu
margir að birgja sig að öllum útlendum nauðsynjavörum
til ársins, ef mögulegt var. Aðeins lítilsháttar mátti fá með
haustferðunum, en fleiri en tvær kaupstaðarferðir voru
aldrei farnar, nema ef sækja þyrfti í erfisdrykkju eða brúð-
kaupsveizlukost.
Er viðskiftamaðurinn hafði verið spurður um, hvað
númerið hans væri, og hann skýrt frá því, var viðskifta-
bók hans tekin fram og afgreiðslan hófst. Var þá athug-
aður reikningurinn frá fyrra ári, og hvað út hafði verið
tekið frá áramótum. Væri skuld, var hún jöfnuð af inn-
legginu, en væri til góða, mátti taka út á það, en ekki
var skylt að svara því út í peningum, þvi að á hvern af-
reikning var prentuð yfirlýsing um það, að það, sem inni
stæði í verzluninni, yrði aðeins greitt í vörum og eftir
hentugleikum verzlunarinnar. — Annars voru afreikningar
þessarar verzlunar mjög greinilegir og afar sjaldgæft, að í
þeim fyndist reikningsskekkjur, og verðlag á vmrum þar
svipað og annarsstaðar í þá daga.
Úttektin byrjaði alltaf á kornvörunum, því að »matur-
inn var fyrir öllu«. Mest var tekið af ómöluðum rúg, þar
næst bankabygg, en minna af hrísgrjónum og dálítið af
baunum (ertum). Efnaðir menn tóku eina eða tvær hálf-
tunnur — i tunnum — af rúgmjöli, til þess að nota um
sláttinn, svo að minna þyrfti að mala um þann tíma, og
ennfremur eina hálftunnu af skonroki til matbreytinga á
helgidögum, en fáir tóku þá neitt til muna af hveiti, og
þá einungis rúghveiti.
Sumir fátækir menn gátu aldrei fengið heila tunnu
sömu korntegundar í einu allan sinn búskap, og ef þeir