Skírnir - 01.01.1931, Side 98
92
Kaupstaðarferðir 1880—90.
ISkírnir
lendið og allt inn og austur að Öræfajökli, sem ekkert
vinnur á. Þessir kringlóttu skildir voru í rauninni botnar á
ýmiskonar víntunnum, misjafnlega stórum, er á var margs-
konar vín, meira og minna kröftugt. Lágu sjálfar tunnurnar
í herberginu fyrir utan þilið, en hinn mikli skjöldurinn var
botninn á ámu, er tók tuttugu tunnur af hinu þjóðfræga
»Bakkabrennivíni«. Á þessum botni var merkilegur kopar-
hani — þríhöfðaður þursi —, þannig gerður, að hann var
þrefaldur að framan, svo að mæla mátti í gegnum hann
brennivínið á þrjú ílát í senn; kom slíkt sér vel í ösinni.
Á lestunum stóð sérstakur maður í austrinum allan dag-
inn, er ekkert afgreiddi annað en brennivín. Síðari hluta
dags var þar oft háreysti mikil.
Loks var vefnaðarvaran. Af henni var ekki tekið mik-
ið, — lítilsháttar af lérefti, tvinna á spjöldum og í smá-
stokkum, klútar og sjöl og Ijósagarn, gróft bómullarbandr
ómissandi í kveiki (rök) í tólgarkertin, og svo, ef svo stóð
á, nokkuð af mislitu »sirzi« í »barnatauið«.
Vefnaðarvaran var í sérstöku herbergi í búðinni og
síðar í öðru húsi; voru þá viðskiftabækurnar sendar á milli
húsanna í ofurlitlum járnvagni, sem hrundið var af hand-
afli út á harðspenntan stálvírsstreng, sem lá á milli hús-
anna, og eftir honum rann vagninn á hjólum, til og frá
eftir vild. Mun það hafa verið fyrsti nothæfi loftbrautar-
vagn á íslandi. Vagninn er enn til og áhald það, er notað
var til að spenna vírstrenginn.
Væri nú eitthvað eftir af innleggs-verðinu, þegar búið
var að taka út vörurnar, var því svarað út í silfurpening-
um, þó svo, að ekki færi fram úr fjórða hluta allrar inn-
leggs-upphæðarinnar. En langflestir fengu lítið af pening-
um, og þótti gott, ef þeir gátu að öðru leyti birgt sig
sæmilega að öðrum nauðsynjum, enda gott að eiga ofur-
lítið til góða, að minnsta kosti til haustsins. Þar að auki
gætti verzlunin þess að svara ekki meira út en svo, að
víst væri að fremur yrði til góða um áramótin.
Þegar loks var búið að taka allt út innanbúðar, var