Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 99
'Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
93
farið að taka á móti utanbúðar-vörunum: kornvörum, timbri,
járni, tjöru, kolum og salti.
Kornvaran var afhent í vestasta húsinu, kornhúsinu;
var það tvílyft. Á Ioftunum voru geysistórir trékassar, sem
kornið var geymt í, hver tegund sér. Úr þessum kössum
lágu trérennustokkar niður gegnum Ioftin og niður með
Veggjum u gungi. sem lá í gegnum þvert húsið að neðan,
líkt og í stórum bryggjuhúsum. Þar var þessum rennum
lokað með dragloki. Þá var korn ekki vegið, heldur mœlt
i mælikerum (málum), tunnu-, hálftunnu- og.skeffumálum.
Voru 8 skeffur í tunnu. Er mæla þurfti kornið, voru málin
sett undir rennustokkaendana, draglokin dregin frá og rann
þá kornið af eigin þunga niður í málin, þar til þau voru
sléttfull, og lokum stungið fyrir rennuopið. Var svo korn-
inu hellt úr málunum í poka og þeir bornir út úr húsinu
eftir ganginum þangað, sem þeir voru bundnir til klyfja.
Að lokum var farið að binda eða búa upp á lestina,
sem kallað var. Þurfti þá margs að gæta, svo að vel færi.
Korn-hálftunnurnar, sem voru í pokunum, voru misþungar.
Munaði það allmiklu á rúg og bankabyggi eða baunum.
Varð því að sjá um, að klyf með sömu korntegund væru
ávallt samstæð eða að jafna varð í klyfjunum, með því að
láta eitthvað ofan í kornpokana, sem léttari voru, svo sem
kút, sykur o. fl., eftir ástæðum. Einnig var óhætt að láta
þar leirílát. Annars höfðu flestir skrínu undir vörur, sem
hvorki máttu brotna né blotna.
Nú voru gerð boð eftir hestunum, sem von bráðar
komu með beztu skilum, og lagðir á þá reiðingar og reið-
tygi. Svo var ekki annað eftir en að taka á móti ferða-
Pelanum, sem var oft vel úti látinn, en aldrei minni en
þriggja pela flaska. Heldri bændur og konur þeirra fengu
auk þess eina flösku með fögrum miða og tinklæddum eða
lakkdregnum stút (tildekkta), en minni háttar kvenfólk fékk
»extrakt«- og kirsiberjabrennivín og rúsínur eða fíkjur í
vasann.
Að svo búnu var faktorinn og verzlunarmenn kvaddir