Skírnir - 01.01.1931, Síða 100
94 Kaupstaðarferðir 1880—90. [Skírnir
með meiri og minni virktum, og vinir og kunningjar með
fleiri eða færri kossum og handabandi.
Loks var lestin teymd á milli klyfjanna og þær látnar
upp. Bankabyggið á hann gamla Rauð, sem alltaf varð að
vera fremstur, af því að hann var bæði þungur i taumi
og kippóttur, baunirnar á stóra Brún, hann var nógu sterk-
ur, grjónin á Gyrði og rúgklyfjarnar á hina hestana. En
brennivínsankerið og glerskrínan á hana Brúnku, hún var
svo stillt.
Það var fljótt verið að þvi að láta upp, því að nú
voru menn oftast bókstaflega »mátulegir«. Eftir að hafa
litið eftir, að allt væri eins og það átti að vera, klofað
yfir útsteyttan rauðröndótta hnakkpokann og komið sér
þægilega fyrir í hnakknum, tekið fast í tauminn og sagt
nokkrum sinnum ho! ho!, seig lestin af stað út úr mann-
þyrpingunni. Ferðamaðurinn tók ofan höfuðfatið og fór að
lesa ferðabænina sína; en þeir, sem eftir stóðu, sögðu sín
á milli: »Þarna fer falleg lest úr kaupstað!«
Þegar lestirnar voru komnar af stað og fullvíst var, að
ekkert hafði gleymzt og allt var í góðu lagi, þá riðu þeir
bændur frá lest sinni, er höfðu syni sína eða vinnumenn
til að annast um hana að öllu. Komu þeir við hjá kunn-
ingjunum á bæjunum með veginum og þáðu þar góðgerðir
og gistingu, ef þeir þurftu. Var það hin mesta skemmti-
reið, ef veður var gott, einkum fyrir kunningja, sem áttu
samleið.
Efnalitlir bændur og einyrkjar urðu að sætta sig við
að teyma sjálfir lestir sínar, og stytta sér leiðina með því
að brjóta heilann um, hvernig þeir gætu sem bezt hag'
tært þeim litlu vörum, er þeir höfðu eignazt, svo að þær
gætu orðið að sem beztum notum og enzt sem lengst.
Að teyma lest dag eftir dag var fremur þreytandi
verk, en verst var það þó, ef votviðri gengu, sem gerði
svo erfitt að varðveita kornklyfjarnar fyrir skemmdum af
vætu, bæði frá loftinu og blautu vegunum. Að visu höfðu
margir góðan ferðaútbúnað, einkum austanmenn. Þó var
ómögulegt að ferðast til lengdar í mikilli rigningu og urðu