Skírnir - 01.01.1931, Page 101
Skirnir] Kaupstaðarferðir 1880—90. 95'
menn því að leggjast um kyrrt, ef svo stóð á. Var þá
fanzað mjög vandlega og fanzinn varinn vætu eins og
kostur var á. En leitt þótti að legast mjög lengi.
Mikla aðgætni og áreynslu þurfti til þess að verjast
skemmdum af vatni við ferjurnar á stóránum í þeim að-
gangi, er þar var á stundum um lestirnar, en þó var
skemmdahættan langmest á leið austanmannanna (Skaft-
fellinga), þeirra er eigi fóru að Fjallabaki, en urðu að fara
yfir jökul- og aurvötnin miklu, í meiri eða minni vexti,
með óstöðugum og óvissum vöðum, straumþung, stak-
steinótt og full af sandbleytu og hvörfum. Hvernig þessir
menn fóru að því að komast yfir þessi vötn með stórar
lestir undir klyfjum, sem ekki máttu blotna, — því geta
ökunnugir ekki lýst, enda sýndist það stundum ganga krafta-
verki næst. Enda eru Skaftfellingar orðlagðir fyrir þekkingu
á vatnsföllum og þor og þrek við þau, — ekki síður en
íyrir hina stóru og sterku vatnahesta sína.
Á heimilunum var það sérstakur hátíðardagur, sem
fólkið hlakkaði mjög til, þegar komið var af Bakkanum..
Einkum var mikið um dýrðir hjá unglingunum, sem áttu
von á og fengu sitthvað fyrir upptíningslagðana sína, —
sjálfskeiðing, klútsnepil, húfupotlu og hljóðpípu, — útlend
barnaleikföng voru þá fágæt. Börn léku sér að íslenzkum
hlutum, völum, kögglum, leggjum, kjálkum, skeljum, tré-
strákum og ísubeinsfuglum. Húsmóðirin gaf kvenfólkinu
eitt eða annað smálegt, höfuðskýlu, klút, tvinnastokk, nálar
og krókapör, en upp í kaup sitt eða fyrir ull sína fengu
þser stærri hluti, sjal eða fatakistu, ennfremur sitt »pundið
af hverju« til þess að nota í afmælisfagnað, orlofsgjafir
oða til þess að veita vinstúlkum sínum, er þær komu í
heimsókn.
Allir fengu sætt kaffi með kaupstaðarbrauði og auk
þess ofurlítið af rúsinum eða fíkjum og unglingarnir óvenju
stóran sykurmola.
Bændurnir og vinnumennirnir — kannske ofurlitið
hýrir — leystu kornpokana, og komu korninu fyrir í stór-
um bgrðum, kistum eða tunnum.