Skírnir - 01.01.1931, Page 102
•96
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skírnir
Byrðurnar eru nú að hverfa. Þær voru stórar kistur úr
tré, ferhyrndar, og mynduðust hornin af fjórum stólpum,
sem syllur af þykkum borðum voru greyptar í að ofan og
neðan í tvo fletina, en á milli þeirra var rennt fyllingum
af þynnri fjölum. Botninn var traustur og hvíldi ekki á
gólfi, heldur mynduðu stólparnir (stuðlarnir) fætur að neð-
an, en hnapp að ofan. Lokið var með þakmynduðu risi, til
varnar skemmdum af leka eða annari vætu, er á bakið
gat fallið. Byrðurnar voru oft stór ilát, er tóku margar
tunnur af korni. Voru þær greindar sundur í hólf, fyrir
sérhverja korntegund. Á stórbæjum stóðu byrðurnar í bæjar-
dyrunum, en annarsstaðar i skemmunni.
Ferðaáhöldin voru nú þrifuð og þurrkuð og síðan geymd
uppi á hjall-lofti til næsta árs.
Ef eitthvað af korni hafði blotnað í ferðinni, þurfti að
þurrka það sem fyrst. Var það gert á þann hátt, að næsta
lygnan sólskinsdag voru breidd brekán eða aðrir stórir
dúkar uppi í bæjarhúsa-sundum, þ. e. á vegginn milli húsa-
þakanna, og kornið þurrkað á þeim. En þótt logn væri,
fór margt kornið niður, sem langaði til að sýna, að það
gæti líka vaxið í islenzkri jörð, og það spiraði, blöðin uxu,
en það fékk ekki að þroskast; — húsablaðkan var slegin
tvisvar á sumri.
Nú var lestunum og aðdráttum lokið það árið. Nokkrir
voru þeir, sem ekki þurftu að kvíða því, að kaupstaðar-
varan entist eigi heimilinu um árið, og nutu auk þess
þeirrar sælu meðvitundar, að geta miðlað bágstöddum af
henni, eftir þörfum.
En þær voru margar húsmæðurnar, einkum þær, sem
mörg áttu börnin, sem báðu guð heitt og innilega, að hjálpa
sér til þess að geta hagtært og farið svo með hinar litlu
vörur, er heimilið hafði getað eignazt, að þær gætu enzt
sem lengst og komið að sem fyllstum notum.
Og það gekk þá — og gengur enn — kraftaverki
næst, hvað guðelskandi, reglusöm, þrifin og sparsöm kona
getur gert mikið úr litlum efnum.