Skírnir - 01.01.1931, Síða 105
Skirnir]
Þjóðabandalagið.
99
samkomulag um það, að fela þriðjamanni ágreininginn eða
ef málsaðili hlýðnast ekki þeirri úrlausn, sem fengin er, þá
kemur bezt i ljós munurinn á ágreiningsmálum ríkja og
einstaklinga. Enginn dómstóll er til, er lögsögn eigi yfir
nki, ef það ber eigi mál sin undir hann af fúsum vilja.
Og ekkert óhlutdrægt vald er til, er knúð geti ríki til að
inna þá skyldu af hendi, ef það gerir það ekki af fúsum
vilja. í skiftum ríkja er ekkert fógetavald til, er knýi að-
ilja til að fullnægja skyldu sinni, með sama hætti sem fó-
geti veitir einstaklingum ríkisins hjálp sina, þegar þeir þurfa
að ná rétti sínum. Ríki, sem þykist vanhaldið í skiftum
sínum við annað ríki og eigi fær rétt sinn með fúsum
vilja þess, verður þá þess eins kostur annaðhvort að missa
i'éttar síns eða freista þess að ná honum sjálft með bein-
um eða óbeinum nauðungarráðstöfunum, svo sem með
styrjöld, herkvíun, tollstyrjöld, samgöngabanni eða viðskifta
og svo framvegis.
Þannig er ástandið i öllum aðalatriðum enn í dag.
Enn er gert ráð fyrir því, að riki grípi til vopna hvert
Regn öðru, ef deila milli þeirra verður ekki jöfnuð ineð
einhverjum þeim hætti, sem nefndur var. Jafnvel þótt ein-
stök ríki hafi gert sín á milli samninga um það, að ein-
stök deilumál þeirra eða öll, er þau geti ekki jafnað með
sér sjálf, fari i gerðardóm eða millirikjadóminn í Haag
(sáttmáli Þjóðabandalagsins, Locarno-samningarnir 1925) og
jafnvel þótt allmörg ríki hafi i orði kveðnu fordæmt styrj-
aldir (Kellogg-samningarnir 1928), þá er enn gert ráð fyrir
þvi, að riki grípi til vopna á hendur öðru riki, og er hinu
þá auðvitað rétt að verja sig með vopnum. Árásarhættan
vofir enn yfir. Óttinn við hana veldur því enn, að mikið
uf mannviti fer til þess að finna ný og fullkomnari tæki
til sóknar og varnar í ófriði. Flest ríki verja enn árlega
stórfé, miðað við rikistekjurnar, til þess að halda við vig-
tækjum sínum, auka þau og endurbæta. Skattabyrðar verða
þvi stórum þyngri en vera þyrfti, ef eigi vofði ófriðar-
hættan stöðugt yfir. En vígtæki öll verða því ægilegri og