Skírnir - 01.01.1931, Page 106
100 Þjóðabandalagið. | Skírnir
fullkomnari sem mannvit eykst. Og þetta gerir hverja nýja
styrjöld ægilegri hinum fyrri.
Sagan sýnir það, að þjóðirnar eru furðu fljótar að
gleyma hörmungum styrjalda. Jafnskjótt sem efni verða til
— og tilefnin eru ekki alltaf mikil — fyllist fólkið hrifn-
ingu af styrjöldum og blóðsúthellingum. Styrjaldaræðið
gengur þá yfir eins og landfarsótt, en hver sá maður, sem
dirfsku hefir til þess að andæfa, er talinn vargur í véum,
og getur átt von á því, að hann verði borinn bleyðiorði
og landráðasökum, eða jafnvel að skríllinn ráði hann af
dögum (Jaurés í París 1914). Enn þykir það virðulegastur
dauðdagi að falia á vígvelli. Skáldin yrkja enn hersöngva
og enn halda sumar fremstu þjóðir álfu vorrar eða þykjast
halda uppi minningu fallinna hermanna með ýmiskonar
hjákátlegum og barnalegum hætti (grafir hinna »óþekktu
hermanna« í London og París).
Samt sem áður hefir lengi skotið upp mönnum, sem
borið hafa fram hugmyndir um varanlegan frið. í fornöld
hugsuðu menn sér því takmarki naumast náð með öðru
móti en því, að einstakt ríki yrði nógu voldugt til þess að
halda öllum öðrum í skefjum. Rómverska heimsveldið var
um nokkurt skeið nærri því marki. Á miðöldum ætluðu
sumir kirkjuhöfðingjar katólsku kirkjunni samskonar hlut-
verk, en henni tókst ekki að koma því til framkvæmdar.
Hun gat ekki friðað þau lönd, sem undir hana þjónuðu. Á
siðara hluta 18. og lengstum á 19. öld töldu stjórnmála-
menn Norðurálfunnar það haldkvæmasta ráðið til milli-
ríkjafriðar, að ekkert stórveldanna yrði stórum öflugra en
nokkurt hinna (»balance of power«). Ekkert þeirra mátti
því stórum fara fram úr hinum um hergagnagerð og her-
búnað, því að þá var sízt hætta á því, að eitt þeirra þyrði
að ráðast á hin. En eigi varð stórvelda-ófriði þó afstýrt
með þessum hætti, eins og bezt kom í ljós 1914, þegar
styrjöldin mikla hófst. Enn er þessi jafnvægis-stefna í raun
réttri ríkjandi, því að árlega eru stórveldin að gera til-
raunir til samningagerða sín á milli um það, að nokkurn
veginn föst og ákveðin hlutföll verði mílli herbúnaðar þeirra.