Skírnir - 01.01.1931, Side 108
102
Þjóöabandalagið.
[Skírnir
Friðarstarfsemi af hálfu stjórnmálamanna hefst varla
að ráði fyrr en undir aldamótin 1900. Árin 1900 og 1907
voru haldnir fundir i Haag i HoIIandi, og tóku þátt í síð-
ara fundinum mjög mörg ríki. Á fundum þessum var meðal
annars gert uppkast að samningum um gerðardóm í deilu-
málum meðal ríkja og um fastan gerðardóm í Haag. Stað-
festu flest rikin samninga þessa, enda hefir gerðardómur
siðan starfað í Haag og leyst úr allmörgum milliríkja-
deilum.
Enda þótt allmikið væri gert fyrir friðarhreyfinguna
um þessar mundir, voru þó sífelldar styrjaldir þessi árin
(Kína og Japan 1894, Búastríðið 1896—1898, Rússland og
Japan 1904—1905, Ítalía og Tyrkland 1911 og Tyrkland og
flest Balkanríkin 1912—1913). Og svo hófst styrjöldin mikla
í ágúst 1914 og stóð látlaust fram í nóvember 1918. Tóku
þátt i þeirri styrjöld öll stórveldin, sem þá voru, og auk
þess flest önnur ríki í öllum heimsálfum, eins og kunn-
ugt er.
Þegar í styrjaldarupphafi tóku margir að bollaleggja
um friðarskilmálana eftir styrjaldarlokin og um það, hvern-
ig koma mætti í veg fyrir það, að slik ósköp endurtæki
sig. Skorti eigi fögur orð meðal forvígismanna ófriðarjjjóð-
anna. Allir þóttust þeir vera að heyja stríð fyrir réttlæti,
frið og frelsi. Upp úr ófriðnum átti að rísa ný, betri og
frjálsari Evrópa. Hernaðarokinu átti að létta af þjóðunum,
ríkjaskipun skyldi fara eftir þjóðernum o. s. frv. Vestan
um haf bárust sömu raddirnar, enda gengu Bandaríki
Norður-Ameríku i styrjöldina á öndverðu árinu 1917. Wil-
son forseti þeirra hélt margar ræður árin 1917 og 1918
um styrjöldina og takmark sitt og bandamanna sinna með
henni. Frægust er ræða sú, er hann hélt í þingi Banda-
ríkjanna 8. janúar 1918, hinar svonefndu »14 greinir Wil-
sons«. Þar setur hann fram stefnuskrá sína. Segir hann
meðal annars, að friðarsamningana verði að byggja á fullri
hreinskilni af allra hálfu, að engir leynisamningar milli ríkja
megi hér eftir eiga sér stað, að umferð um höfin eigi að
verða frjáls, að viðskiftahömlur milli þeirra ríkja, er frið