Skírnir - 01.01.1931, Page 109
Skírnir]
Þjóðabandalagið.
103
semja, og þeirra annara rikja, sem í félag gangi með þeim,
skuli sem allra minnstar verða, að takmarka eigi herbúnað
svo að hann fari eigi fram úr því, er hverju ríki sé
nauðsynlegt til öryggis innanlands, að þjóðerni eigi að
ráða ríkjaskipun, og loks að öll ríki, stór og smá, eigi að
gera með sér félag og ábyrgjast hvert öðru friðhelgi og
sjálfstæði.
Hugmyndin um þjóðabandalag var mjög rædd á styrj-
aldarárunum. Stofnuð voru viða félög til undirbúnings þvi
máli, bæði í styrjaldarlöndunum og í hlutlausum löndum.
Fjöldi frumvarpa vrar gerður um þjóðabandalag, bæði að
tilhlutun ríkisstjórna og félaga. Meðal þessara frumvarpa
var frumvarp, sem Wilson forseti hafði látið trúnaðarmann
sinn gera, og annað, sem Smuts hershöfðingi frá Suður-
Afriku hafði gert. Þessi tvö frumvörp voru lögð til grund-
vallar fyrirmælum þeim, sem sett voru um Þjóðabanda-
lagið.
Samningar um vopnahlé milli bandamanna og Þjóð-
verja voru undirritaðir 11. nóvember 1918, sem kunnugt
«r. Síðan hófu bandamenn, í janúar 1919, undirbúning sinn
í Versölum undir væntanlega friðarsamninga. Þar bar lang-
mest á fjórum mönnum, aðalfulltrúa Bandaríkjanna Wilson
forseta, Lloyd George, Clemencau og Orlando, forsætisráð-
herrum Breta, Frakka og ítala. En eigi höfðu þeir allir
jafnmikinn áhuga á stofnun Þjóðabandalagsins. Vildu sumir
geyma það mál þar til gengið væri frá friðarsamningun-
um. En Wilson fékk því þó framgengt, að nefnd var sett
í málið, og var hann formaður hennar. Hafði Wilson fram
mál sitt að því leyti sem ákvæðin um Þjóðabandalagið
voru að lokum samþykkt af fulltrúum bandamanna 28.
-apríl 1919, enda þótt margir væri mjög óánægðir með
margt i þeim. Urðu fyrirmælin um Þjóðabandalagið I. kafli
hinna svonefndu friðarsamninga milli bandamanna og Þýzka-
lands, er Þjóðverjar voru kúgaðir til að undirrita í Ver-
sölum 28. júni 1919. Og þó var Þýzkalandi meinað að
gerast þá félagi í Þjóðabandalaginu. Alveg eins var farið
með bandamenn Þjóðverja, Austurríki, Ungverjaland og