Skírnir - 01.01.1931, Page 111
SkirnirJ
Þjóðabandalagið.
105
Frakkland, Ítalía, Japan og Þýzkaland) fast sæti, og getur
því jafnan hvert þeirra stemmt stigu fyrir hverri þeirri
breytingu á sáttmálanum, sem því gezt ekki að.
Þjóðabandalagið heitir á ensku: League of Nations,
og á frönsku: Societé des Nations. Þjóðverjar nefna það:
Völkerbund, og samsvarandi heiti hefir það á Norðurlanda-
málum. Hefir þótt réttara að kenna bandalagið við þjóð
en við riki, enda geta fleiri mannfélög en riki í ströngum
skilningi gerzt félagar í þvi, eins og sýnt skal verða.
Þjóðabandalagið á engan sinn lika í sögunni. Því verð-
ur ekki jafnað til neinna þekktra ríkjastofnana eða ríkja-
sambanda. Riki halda fullveldi sínu eftir sem áður, þótt
þau gangi í Þjóðabandalagið. Þjóðabandalagið er ekki yfir-
ríki yfir þeim. Það hefir engan þjóðhöföingja. Riki í Þjóða-
bandalaginu hafa engin sameiginleg mál í líkingu við ríki,
sein eru í svonefndu ríkjasamböndum eða í þjóðhöfðingja-
samböndum. Þjóðabandalagið er ekki riki. Til þess vantar
það bæði tand og þegna. Félagar þess verða alls ekki
taldir þegnar þess. Þeim má fremur jafna til félaga í samn-
•ngsbundnum félagsskap en til þegna í ríki. Þjóðabanda-
•agið er þó fullvalda í vissum skilningi. Það ræður sjálft
athöfnum sínum samkvæmt sáttmála sinum og öðrum lög-
rnætum ákvörðunum. Það getur sent frá sér erindreka, sem
njóta sömu hlunninda og friðinda sem stjórnmálaerindrekar
rikja. Það getur og tekið við erindrekum ríkja, enda hafa
sumir félagar Þjóðabandalagsins fasta erindreka á aðsetur-
stað bandalagsins. Ennfremur getur Þjóðabandalagið háð
stgrjöld í þjóðaréttarmerkingu, eins og fullvalda ríki, og
or gert ráð fyrir þessu í 16. og 17. gr. bandalagssáttmál-
ans. Það getur og gert sainninga við ríki, t. d. um her-
búnað þess, eins og gert er ráð fyrir í 8. gr. sáttmálans.
A heimili sínu í Genf í Svisslandi nýtur bandalagið full-
kominnar friðhelgi. Það er ekki háð dómsvaldi svissneskra
dómstóla, geldur eigi skatti af eignum sínum eða tekjum.
Starfsmenn þess þar njóta samskonar réttinda sem starfs-
nienn ríkja (sendiherrar o. s. frv.), o. s. frv. Hinsvegar