Skírnir - 01.01.1931, Síða 112
106
Þjóðabandalagið.
jSkírnir
^etur Þjóðabandalagið leitað verndar svissneska ríkisvalds
ins með sama hætti sem önnur ríki.
III.
Félagar Þjóðabandalagsins.
Upphaflega var svo til ætlazt, að öll þau 32 riki og
lendur, sem þátt tóku í friðarsamningagerðinni við Þjóð-
verja 1919, yrði stofnendur Þjóðabandalagsins. En svo varð
þó ekki. Þrjú þessara ríkja (Bandaríkin í Norður-Ameríku,
Hedjas og Ecuador) staðfestu aldrei Versala-samningana,
og hafa ekki heldur síðar gerzt félagar Þjóðabandalagsins.
Brazilía var eitt þeirra ríkja, sem að friðarsamningunum
5tóðu, en sagði sig síðan úr Þjóðabandalaginu. Af þessum
32 rikjum og lendum, sem tóku þátt í samningagerðinni í
Versölum, eru því nú 28 í Þjóðabandalaginu. Og eru það
þessir aðiljar: 1. Belgía, 2. Bolivía, 3. Bretland hið mikla,
4. Kanada, 5. Ástralía, 6. Suður-Afríka, 7. Nýja Sjáland,
8. Indland, 9. Kína, 10. Kúba, 11. Frakldand, 12. Grikkland,
13. Guatemala, 14, Haiti, 15. Honduras, 16. Ítalía, 17. Jap-
an, 18. Libería, 19. Nicaragua, 20. Panama, 21. Perú,
22. Pólland, 23. Portúgal, 24. Rúmenía, 25. Serbía, 26. Síam,
27. Tjekkóslóvakía, 28. Uruguay.
Eins og sjá má, eru 5 brezkar lendur þegar í upphafi
teknar í Þjóðabandalagið. Þær eru taldar hafa svo ríflega
sjálfstjórn, að þær fullnægi inntökuskilyrðunum.
Ennfremur var þessum 13 ríkjum þegar í öndverðu
boðin innganga i Þjóðabandalagið: 1. Argentínu, 2. Chile,
3. Kolombíu, 4. Danmörk, 5. Hollandi, 6. Noregi, 7. Para-
guay, 8. Persalandi, 9. Salvador, 10. Spáni, 11. Svíþjóð,
12. Svisslandi, 13. Venezúelu. Gengu þau öll í Þjóðabanda-
lagið og eru enn í þvi.
Samkvæmt 1. gr. sáttmálans getur hvert ríki og ný-
lenda eða lýðlenda, sem hefir fullkomna sjálfstjórn, orðið
félagi Þjóðabandalagsins. Sá, er sækir um inngöngu í banda-
lagið, skal sanna að hann sé viðurkenndur fullvalda ríki