Skírnir - 01.01.1931, Page 113
Skirnir] Þjóðabandalagið. 107
eða hafi fulla sjalfstjórn og að hann hafi fasta stjórn. Einn-
Jg á hann að gera grein fyrir því, hvaða stjórnarskipulag
hann eigi við að búa, hvort landamœri hans sé ákveðin,
hvernig hermálum hans sé farið (landher, lofther og flota),
tandstærð, mannfjölda o. s. frv. Það er eigi talið standa
inngöngu ríkis í Þjóðabandalagið i vegi, þótt það sé í ríkja-
sambandi við annað ríki. Þvi hefir Danmörk getað gengið
i bandalagið, enda þótt hún sé í sambandi um konung við
Island. Þar á móti hefir smáríkjum Evrópu, Monaco, Lich-
tenstein og Danzig, verið neitað um inntöku í Þjóðabanda-
lagið, af því að þau eru beinlínis í vernd og umsjá annara
aðilja. Sama mundi verða um smáríkin Andorra og San
Marino. ísland hefir að vísu fengið Danmörku umboð til
meðferðar utanríkismála sinna með 7. gr. sambandslaganna,
en slíkt umboð, sem þar að auki er afturtækt 1943, verður
fráleitt talið girða fyrir það, að ísland yrði tekið i Þjóða-
bandalagið. ísland mundi þess vegna vel geta farið alger-
lega sjálft með mál sin í Þjóðabandalaginu, eigi síður en
brezku lendurnar gera það, enda þótt Bretland sé almennt
i fyrirsvari þeirra út á við, enda þekkist það ekki, að einn
•aðili fari með umboð annars í Þjóðabandalaginu.
í 16. og 17. gr. sáttmála Þjóðabandalagsins er gert
íáð fyrir því, að hverjum félaga þess kunni að verða skylt
að leggja fram her og hergögn í þarfir bandalagsins, að
leyfa því notkun lands sins til hernaðarframkvæmda og að
taka þátt í ýmsum öðrum nauðungarráðstöfunum gagnvart
aðiljum, sem brjóta sáttmálann, eða öðrum ríkjum, sem
gripa til vopna gagnstætt fyrirmælum hans. Því er athug-
andi, hvort ríki, sem hlutlaus eiga að vera í ófriði annað-
hvort samkvæmt ákvæðum ríkjasamninga (Svissland, Lux-
embourg) eða samkvæmt einhliða yfirlýsingu sinni (ísland),
geti orðið félagar í Þjóðabandalaginu. Luxembourg var
tekin í bandalagið 1920, en hafði undirgengizt allar þær
skyldur, sem sáttmálinn legði henni á herðar, og að breyta
stjórnarskipun sinni eftir þvi, sem Þjóðabandalagið kynni
^ð telja nauðsynlegt. Svisslandi var boðin þátttaka i banda-
laginu, enda þótt hlutleysi þess væri endurnýjað með Ver-