Skírnir - 01.01.1931, Side 115
Skirnir]
Þjóðabandalagið.
109
Enn eru allmörg riki utan bandalagsins, þar á meðal
tvö stórveldi: Bandaríki Norður-Ameríku og Sovjet-Rúss-
land. Af öðrum meiri hcittar ríkjum má nefna Brazilíu,
Tyrkjaveldi, Mexikó og Egyptaland.
Bandalagsþingið sker úr þvi, hvort inntökubeiðni skuli
taka til greina. Þarf til þess 2/.i atkvæða. Annars kostar er
beiðnin fallin.
Þá er næst að athuga réttindi þau og skyldur, sem
samfara eru félagsskapnum, eða hvað sé unnið og hverju
sé tapað með því að gerast félagi í Þjóðabandalaginu. Það
heitir nú svo, að allir félagar hafi sömu réttindi og beri
sömu skyldur. En raunverulega er þessu ekki að öllu leyti
svo varið. Stórveldin, einkum brezka heimsveldið, ráða þar
langmestu, fyrst og fremst vegna raunuerulegra áhrifa sinna,
sem stafa af áliti, völdum, auðlegð, mannfjölda og beztum
kosti áhrifamikilla stjórnmálamanna. Ennfremur er stórveld-
unum veittur sá forréttur, að þau eiga fast sæti í ráði
bandalagsins. Þau hafa þar því jafnan 5 sæti. Þau geta,
eins og áður segir, alltaf sett skorður við öllum breyting-
um á sáttmálanum. Þar að auki eru flestallar virðulegustu
stöðurnar í þarfir bandalagsins skipaðar þegnum stórveld-
anna, svo sem forstaða skrifstofu bandalagsins, forstaða
vinnumálaskrifstofunnar, og varaforstjórar og undirforstjórar
þessara stofnana eru líka þegnar stórveldanna. Þeir sjá um
undirbúning mála til ráðs bandalagsins og þings og vinnu-
niálaþingsins o. s. frv. Það er af öllu þessu ljóst, að stór-
veldanna gætir langmest um flest málefni bandalagsins.
Helztu réttindi félaga Þjóðabandalagsins eru þessi:
1. Hver félaga á sœti á þingi bandalagsins og á þar
eitt atkvæði, en má þó senda þangað þrjá fulltrúa, en eigi
fleiri. Hver félaga hefir málfrelsi og tillögurétt, fulltrúar
hans eru kjörgengir í hverja nefnd, sem þingið skipar.
Þingið sækja margir fremstu menn sinnar þjóðar, menn af
allskonar þjóðernum og tungum. Það lætur því að líkum,
að viðkynning slíkra manna hljóti að skifta allmiklu máli,
hljóti að geta orðið þeim lærdómsrík og geti leitt ýmis-
fegt fleira gott af sér.