Skírnir - 01.01.1931, Page 116
110
Þjóðabandalagið.
[Skimir
2. Þá eiga félagar þess kost að fá sœti i ráði banda-
lagsins. Þar áttu i upphafi stórveldin fjögur (Bretland,
Frakkland, Ítalía og Japan) fast sæti og síðan 1926, er
Þýzkaland gekk í bandalagið, hefir það og átt þar fast
sæti, svo að nú eru föstu sætin 5. Upphaflega var 4 öðr-
um félögum ætlað þar sæti, en nú eru »lausu« sætin orð-
in 9. Forréttindi stórveldanna eru byggð á því, að þau hafi
viðtækastra hagsmuna að gæta, að þau leggja langmest fé
til bandalagsins og einkum á því, að meira tillit verði tek-
ið til afskifta ráðsins af deilum milli ríkja, sem bráðrar
íhlutunar þurfa, ef stórveldin eiga þar ávallt sæti. Er þetta
vafalaust rétt, einkum ef smáríki eiga hlut að máli. Tilmæli
frá ráði, sem skipað er fulltrúum stórveldanna allra, sem í
bandalaginu eru, til smáríkis um að halda sér í skefjum,
vega eflaust meira en samskonar tilmæli frá bandalags-
ráði, sem skipað væri fulltrúum eintómra smáríkja eða
miðlungsrikja. í ráðinu hafa allir fulltrúar yfirleitt jafnan
rétt, bæði um málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt.
3. Hver félagi, sem sæti á í bandalagsráðinu, getur
venjulega stöðvað þar framgang hvers máls með atkvæði
sinu. Samskonar rétt hefir hver félagi á bandalagsþinginu.
Hvert ríki heldur fullveldi sínu, þótt það gangi í banda-
lagið, og þvi þykir ekki hlýða, að það verði bundið við
atkvæði meiri hlutans, nema svo sé sérstaklega ákveðið i
fyrirmælunum um Þjóðabandalagið.
4. Þótt það sé ekki berum orðum sagt, þá þykir það
einsætt, að hver félagi eigi rétt til að koma að þegnum
lands sins að einhverju leyti í stöður þær, sem skipa skal
i vegna Þjóðabandalagsins, svo sem á skrifstofu þess, á
vinnumálaskrifstofuna, i millirikjadóminn í Haag o. s. frv.
í þjónustu bandalagsins standa nú menn af um 50 þjóð-
ernum. En auðvitað geta ekki oröið jafnmargir menn af
hverju þeirra. Mannmörgu ríkin hafa bæði fleirum mönnum
hæfuin á að skipa og svo þykir það sanngjarnt, að þeir,
sem meira fé leggja til og meiri hafa áhrifin, skipi mest
virðu og ábyrgðarmestu stöðurnar.
5. Þá má nefna friðhslgi þá og vernd, sem banda-