Skírnir - 01.01.1931, Síða 117
Skirnir] Þjóðabandalagið. 111
lagsfélagsskapurinn á að veita. Samkvæmt 10. gr. sáttmála
bandalagsins skuldbinda félagar sig til þess að halda í
heiðri landamærafriðhelgi og stjórnmálasjálfstæði hver ann-
ars og vernda hver annan gegn utan að komandi árásum..
Hver, sem í Þjóðabandalagið gengur, á því heimtingu á
því, 1. að félagar hans ráðist hvorki á land hans né geri
annars nokkuð, er verða megi til að skerða sjálfstæði hans^
og 2. að þeir veiti honum vernd og aðstoð, ef hann verð-
ur fyrir slíkum árásum, hvort sem er af hálfu annara fé-
laga eða ríkja, sem standa utan við félagsskapinn. Hins-
vegar er félaga hvorki skylt né rétt að blanda sér í innan-
rikisdeilui- annars félaga.
Þessi ákvæði 10. gr. sáttmálans munu, að minnsta
kosti að nokkru leyti, eiga rætur sínar að rekja til fyrir-
niæla friðarsamninganna i Versðlum við Þjóðverja og samn-
inganna við hina bandamenn Þjóðverja. Eins og kunnugt
er, voru mikil lönd tekin af Þjóðverjum, Austurríki sundrafr
og lönd Tyrkja mörg af þeim tekin, bæði í Evrópu og
Asíu. Litu því margir svo á, að bandamenn hefðu fyrst og;
fremst þann tilgang með þessum ákvæðum 10. gr. sátt-
málans, að tryggja sér ábyrgð hlutlausra rikja, er í banda-
lagið gengi, á því, að þessum gerðum þeirra yrði ekki
breytt. Og munu þessi ákvæði 10. gr. hafa í öndverðu gert
■narga stjórnmálamenn í hlutlausum löndum ófúsa til þessr
að ríki þau, sem þeir voru í fyrirsvari fyrir, gengi í Þjóða-
bandalagið.
10. gr. á að afstýra landvinningastyrjöldum. Sá félagi,.
er fyrir slíkri árás verður, getur snúið sér til Þjóðabanda-
lagsins. En eigi er vel Ijóst, hvað bandalagið á að gera
eða getur gert. Segir einungis, að bandalagsráðið skuli
fe99ja á rád um það, hvað gera skuli. En ekkert segir um
það, að bandalagsfélagar sé skyldir til að fylgja ráðum
þess. Er því hætt við, að svo geti farið, að ráð þess komi
fyrir litið. Þegar til styrjaldar hefir dregið, þá hefir forseti
bandalagsráðsins leitað til þess aðilja, er árás hefir hafið,
°g skorað á hann að halda sér í skefjum. Hefir það stoð-
að enn sem komið er. En eigi hafa þó stórveldi átt hlut