Skírnir - 01.01.1931, Side 118
112
Þjóðabandalagið.
ISkírnir
að máli, nema einu sinni, þegar ítalia tók eyna Korfu, sem
er griskt land. Afskifti ráðsins hafa hingað til leitt til þess,
að aðiljar hafa lagt mál sín til Þjóðabandalagsins til rann-
sóknar og málamiðlunar.
6. Sérhver félagi bandalagsins á kröfu til þess, að fasti
milliríkjadómurinn í Haag, sem stofnaður var samkvæmt
14. gr. bandalagssáttmálans, dæmi ágreiningsmál milli hans
og annara ríkja, þau er fallin þykja til þess að sæta slíkri
úrlausn. Einnig á hver félaga heimtingu á þvi, að þing eða
ráð bandalagsins taki til meðferðar hvert það mál milli
hans og annara félaga, sem þeir geta ekki jafnað með sér
■og ekki fer til gerðardóms eða milliríkjadómsins í Haag.
Og ef leyst er úr málunum með einhverjum þessum hætti,
svo að báðir aðiljar sé við það bundnir, þá getur hvor
þeirra, sem úrlausninni hlýðir, snúið sér til Þjóðabanda-
lagsins um aðstoð til þess að knýja hinn til hlýðni við úr-
skurðinn. Ráðið á þá að leggja á ráðin um það, hvað gera
skuli. Er hér sem fyrr heldur óákveðið, hvað gera skuli.
En sjálfsagt verður þetta ákvæði þó siðferðileg þvingun á
aðilja til þess að fullnægja þeim úrskurði, sem felldur kann
að verða á mál hans með framanskráðum hætti.
7. Ef annars kemur til ófriðar milli bandalagsfélaga
gagnstætt fyrirmælum sáttmálans, þá á hinn kröfu til þess,
að aðrir félagar bandalagsins slíti viðskiftum og samgöng-
um við hann. Sama er, ef félagi á deilu við aðilja, sem
ekki er í bandalaginu, enda hafi þeim aðilja verið veittur
kostur á að leggja ágreininginn til afskifta bandalagsins,
en hann hefir neitað því boði eða þiggur það, en hlítir
svo ekki lausn þess á málinu. Það hefir borið við, að aðili,
sem eigi var í Þjóðabandalaginu, hefir lagt mál við banda-
lagsfélaga til meðferðar bandalagsins (landamæradeila Bret-
lands og Tyrklands í Mesopotamíu), og hefir bandalaginu
tekizt að jafna málið.
8. Þó að Þjóðabandalagið hafi ekki takmarkað aðstoð
sína við félaga sína, þá eiga þeir þó eflaust öðrum frem-
ur rétt til aðstoðar þess í vandamálum sínum, svo sem ef
ófriðarhætta vofir yfir þeim. Einnig hafa félagar leitað að-