Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 119
Skirnir]
Þjóðabandalagið.
113
stoðar bandalagsins í fjárhagsvandræðum sínum. Hefir
Þjóðabandalagið jafnan vikizt vel við slíkum málaleitun-
um. Fyrir aðstoð bandalagsins fékk Austurríki t. d. 169
miljóna dollara lán. Var Austurríki svo á heljarþröm kom-
ið, að það mundi hafa orðið gjaldþrota, ef því hefði ekki
orðið bjargað með þessum hætti. Svipað er um Ungverja-
land að segja, sem bandalagið útvegaði 72 milj. dollara
lán. Danzig, sem er að vísu ekki í Þjóðabandalaginu, en er
þó undir verndarvæng þess, hefir tvisvar verið hjálpað
alls um 17 milj. dollara. Samtals hefir Þjóðabandalagið
staðið fyrir útvegun lána að upphæð um 400 milj. dollara,
sumt til liknar nauðstöddum flóttamönnum af ýmsum þjóð-
ernum. Félagi Þjóðabandalagsins, sem í hallæri lendir eða
öðrum vandræðum, getur ávallt leitað þangað. Hann getur
■átt það víst, að mál hans verður skjótlega rannsakað og
sú aðstoð veitt, sem kostur er á og honum má hallkvæm-
ust verða.
9. Það má og telja til réttinda félaga bandalagsins, að
þeir geta snúið sér þangað með athugasemdir um hvert
það atriði, sem þeir telja máli skifta um frið milli ríkja,
hvort sem það varðar hann sjálfan sérstaklega eða aðra
oðilja. Og yfir höfuð getur hver félagi bandalagsins vakið
máls á öllum atriðum, sem hann telur skifta máli um sam-
bönd rikja, hvers eðlis sem þau eru, eða um málefni, sem
almenna þýðingu hafa, svo sem atvinnumál, menntamál,
niannúðarmál, heilbrigðismál o. s. frv.
Þá koma skyldur þær hinar helztu, sem hvíla á fé-
lögum bandalagsins vegna félagsskaparins. Eru þær þessar:
1. Sjálfsagt er félögum skylt að sækja fundi banda-
lagsþingsins, og þeim, sem sæti eiga i ráðinu, að sækja
fundi þess, enda þótt það sé eigi berum orðum sagt í
sáttmálanum. Hefir ekki þótt nauðsynlegt að kveða á um
þetta, því að það hefir sennilega þótt alveg tvímælalaust.
Hinsvegar eru ekki sett nein viðurlög, ef út af er brugðið,
en ef mikil brögð yrði að vanrækslu í þessu efni, gæti
það ef til vill orðið nægileg ástæða til brottvikningar úr
félagsskapnum.
8