Skírnir - 01.01.1931, Síða 120
114
Þjóðabandalagið.
[Skírnir
2. Hverjum þeim, sem gerist félagi bandalagsins, er
skylt að greiða tillag til þess árlega. Þing Þjóðabandalags-
ins ákveður tillag hvers félaga til allrar starfsemi þess, svo
sem til skrifstofu þess í Genf, til vinnumálaskrifstofunnar
sama staðar, til milliríkjadómsins í Haag, nefnda ýmiskonar
o. s. frv. Hefur sú regla verið tekin upp, að hver félagi
greiði ákveðnar einingar til bandalagsins. Er þá miðað við'
ýmislegt, mannfjölda aðilja, auð og aðra aðstöðu. Enginn.
félagi greiðir þó minna en eina einingu. Mest greiðir Stóra-
Bretland, 105 einingar. Næst greiða Frakkland og Þýzka^
land, 79 einingar hvort. Hver eining nemur nú nálægt 24
þúsundum íslenzkra króna. En upphæð einingar getur breytzt,
með því að hún fer eftir þörfum bandalagsins ár hvert.
Kostnaðurinn hefir stórum aukizt síðan bandalagið tók til
starfa. Upphaflega nam hann um 15,1 milj. íslenzkra króna,
en 1929 var hann orðinn rúmlega 23,7 milj. kr. Þykir sum-
um kostnaður þessi fullmikill, en lítill er hann í saman-
burði við árlegan herkostnað rikja nú á dögum. Telst
mönnum svo til, að allur herkostnaður árið 1929 mundi
endast til viðhalds Þjóðabandalaginu 685 ár með slikum
tilkostnaði sem það hafði þetta ár.
Fjárstjórn Þjóðabandalagsins er í stuttu máli sagt svo
háttað, að skrifstofan gerir frumvarp að fjárhagsáætlun
þess fyrirfram fyrir næsta ár, með líkum hætti og stjórnir
gera fjárlagafrumvörp sín, i marz—apríl. Bandalagsráðið
athugar áætlunina síðan á næsta fundi sínum, venjulega i
maí, en síðan er hún send hverjum félaga til yfirsýnar,
ásamt endurskoðuðum reikningi fyrir síðasta fjárhagsár,
sem reikningur hefir verið gerður fyrir. Á næsta fundi
sínum, í september, gengur þing bandalagsins síðan frá
áætluninni, er gengur svo í gildi 1. janúar næstan á eftir.
Hver bandalagsfélagi fær með þessum hætti kost á að
kynna sér bæði áætlun og reikninga og ganga frá sam'
þykkt hvorstveggja á bandalagsþinginu.
3. Samkvæmt 8. gr. sáttmálans er hverjum bandalagS'
félaga skylt að láta hinum í té greinilegar og sannar skýrsl-
ur um herbúnað sinn og allar fyrirætlanir sínar um her-