Skírnir - 01.01.1931, Page 121
Skírnir]
Þjóðabandalagið.
115
mál sín, svo og um þau iðnaðarfyrirtæki, sem nota mætti
í þarfir hernaðar. Þessi fyrirmæli hafa þó hingað til verið
aðeins dauður bókstafur. Ekki hefir enn þá tekizt að setja
nokkur notandi fyrirmæli um framkvæmd þeirra. Og ekki
er heldur kunnugt, að félagar hafi látið hver öðrum al-
mennt í té slíkar skýrslur, enda er álit sumra, að þær
niundi alls ekki verða til neinna bóta. Ófriði mundi, að
sumra álili, sízt verða afstýrt fremur, þótt slíkar skýrslur
yrði árlega gefnar. Og hvernig ætti að tryggja það, að
þær yrði fullkomlega réttar og nákvæmar? Bandalagið
hefir siðan 1923 gefið út árbók um herbúnað hvers rikis
eftir opinberum skýrslum og öðrum gögnum, er það hefir
getað aflað sér, án þess að rannsakað hafi verið, hversu
réttar eða tæmandi þær skýrslur hafi verið.
4. Samkvæmt 8. gr. sáttmálans á bandalagsráðið að
gera tillögur um herbúnað hvers ríkis, enda sé hæfilegt
tillit tekið til legu þess og varnarþarfar innanlands og
utan. Tillögur þessar skal svo leggja fyrir viðkomandi
nkisstjórnir. Ef félagi. samþykkir tillögur ráðsins, þá er
ætlazt til þess, að hann verði bundinn við þær næstu 10
ár. Hingað til hefir þessum ákvæðum alls ekki orðið kom-
ið í framkvæmd. Bandalagið hefir að vísu fasta nefnd, sem
hafa skal með höndum afvopnun og takmörkun vígbún-
aðar, en litlu eða engu hefir þar enn orðið fram komið um
þau mál, og eru þau þó, eða eiga að vera, aðalverkefni
bandalagsins. En hér er við ramman reip að draga. Stór-
veldin, sem í bandalaginu eru, eru enn jafnhrædd hvert
við annað og þau voru fyrir styrjöldina miklu. Og svo
kemur hitt í viðbót, að tvö stórveldi, Bandaríki Norður-
Ameríku og Rússland, eru ekki í bandalaginu, en meðan
þau eru óbundin af því, sem þar kynni að verða gert i
þessa átt, er varla við því að búast, að hin þori að tak-
narka verulega herbúnað sinn.
5. Réttur sá, er hver félagi hefir á hendur hinum um
vernd samkvæmt 10. gr. sáttmálans, kemur auðvitað fram
sem skijlda af hendi þeirra. Hverjum bandalagsfélaga er
þvi skylt að halda í heiðri landamærafriðhelgi og stjórn-
8*