Skírnir - 01.01.1931, Side 123
Skirnir]
Þjóðabandaiagið.
117
ur milliríkjadómstóll. í 13. gr. sáttmálans eru þau mál tal-
in, sem sérstaklega þykja löguð til þess að sæta úrlausn
gerðar- eða milliríkjadóms. Þessi ágreiningsefni eru:
1. Um skilning á milliríkjasamningum.
2. Um það, hvað sé alþjóðalög um ákveðið efni.
3. Um allar staðreyndir, er byggja skal á kröfu um
bætur fyrir brot á skyldum eða skuldbindingum
eins rikis gagnvart öðru, svo og um upphæð og
eðli slikra bóta.
Samkvæmt 12. og 13. gr. sáttmálans er félögum skylt,
enda þótt eigi sé sérstakir samningar um það milli þeirra,
að leggja í gerð eða í milliríkjadóm hvert það ágreinings-
efni, sem að álití þeirra eru löguð til þess að sæta slikri
úrlausn. Og ef ekki verður úr þessu skorið á þenna hátt,
þá ætti sá ágreiningur að koma til bandalagsins samkvæmt
15. gr. sáttmálans. Gerðarmenn eða milliríkjadómur eiga að
kveða upp úrskurð eða dóm innan hæfilegs tíma. Þegar
niál hefir verið úrskurðað eða dæmt með þessum hætti,
þá er aðiljum að sjálfsögðu skylt að hlýðnast úrlausninni,
enda berum orðum sagt í 13. gr. sáttmálans. Bandalagsfé-
lagi, sem grípur til vopna gegn þeim félaga, sem fullnægir
eða lýsir sig gerð eða dómi samþykkan, hefir rofið sátt-
málann. Og mundi þá eiga að fara með hann samkvæmt
16. gr. sáttmálans. Ennfremur á bandalagsráðið að leggja
á ráð um það, hverjar ráðstafanir gera skuli gagnvart þeim
bandalagsfélaga, sem ekki fullnægir dómi eða úrskurði.
Gæti þá eflaust komið til mála að leggja á hann viðskifta-
bann samkvæmt 16. grein sáttmálans eða ef til vill þvinga
hann með valdi til þess að fullnægja skyldu sinni.
Um b. Nú er mál ekki svo vaxið, að það verði lagt í
gerð eða dæmt af milliríkjadómi, og mega þá aðiljar ekki
grípa til vopna. Er þeim, samkvæmt 15. gr. sáttmálans,
skylt að leggja málið til aðgerða bandalagsráðsins. Það
rannsakar eða lætur rannsaka málið. Er því bæði rétt og
skylt að taka við skýrslum aðilja um málið, enda er hvor-
um þeirra boðið að senda fulltrúa á fund ráðsins, þegar
það tekur mál til meðferðar, enda þótt aðili eigi þá ekki