Skírnir - 01.01.1931, Side 124
118
Þjóðabandalagið.
[Skirnir
sæti í ráðinu. Það er meginregla Þjóðabandalagsins, að
störf þess skuli verða opinber svo sem framast þykir fært.
Því birtir ráðið skýrslu um málavöxtu og útlistanir og
kröfur aðilja og um tillögur sínar. Ef nú ráðið kemst að
samhljóða niðurstöðu um málið — en þar með er auðvit-
að ekki talið atkvæði fulltrúa málsaðilja —, þá er aðilja
óheimilt að grípa til vopna gegn þeim aðilja, sem lýsir
sig munu hlíta tillögum ráðsins um úrlausn málsins. En ef
ráðið kemst ekki að samhljóða niðurstöðu og aðiljar vilja
ekki hlita annari í. 'orri eða einhverri tillögunni, þá er
bandalaginu áskilinn réttur til þess að gera allar þær ráð-
stafanir, sem þykja nauðsynlegar til þess að halda uppi
réttlæti og friði. Ef til vopnaskifta drægi milli málsaðilja,
þá mundi bandalagið geta neytt fyrirmæla 16. gr. sátt-
málans. Ráðið getur og vísað máli til þings bandalagsins,
og fer þá þingið með það með svipuðum hætti. T. d. tók
þingið deilu Breta og Tyrkja um Mosul-héraðið til með-
ferðar.
Með réttu er gert ráð fyrir því, að ríkasta ráðið til
þess að afstýra styrjöld verði það almenningsálit, sem
skapast gegn þeim aðilja, er ekki vill hlita úrskurði, dómi
eða tillögum ráðsins til úrlausnar ágreiningsmála. Sá aðili,
sem ekki vill láta sér segjast, eftir að með mál hans hefir
verið farið þannig, mundi baka sér andúð þeirra rikja, sem
að bandalaginu standa. Sú andúð eða óttinn við hana mun
oftast verða ærin ástæða smáríkjum og miðlungsríkjum hér
í álfu til þess að sneiða hjá vopnaskiftum. Hitt er auðvit-
að vafasamara, hvort stórveldin muni láta slíkt hefta sig
frá ófriði. Þó hefir jafnazt deila milli stórvelda annars-
vegar og minni ríkja hinsvegar fyrir aðgerðir bandalagsins
(Ítalía, Grikkland, Bretaveldi og Tyrkjaríki um Mosul-hérað),
og er líklegast, að til styrjaldar hefði dregið, ef banda-
lagsins hefði ekki notið við.
7. Þá koma ákvæði 16. gr. sáttmálans. Ef einhver
bandalagsfélaga grípur til vopna út af máli
a. án þess að leggja það til gerðar eða milliríkjadóms,